Són - 01.01.2008, Blaðsíða 59
SAGA MÍN ER SÖNN EN SMÁ 59
síðari ljóðabókar sinnar, Nokkur smákvæði, sem kom út árið 1913, hvort
sem það var að ráði útgefanda eða hún hefur ekki treyst lesendum,
sinni eigin kynslóð, fyrir því.
Allt það sem að upp eg tel
Ævikvæði Herdísar Andrésdóttur (1858–1939), „Kveðið við spuna“,
birtist fyrst í þriðju útgáfu Ljóðmæla þeirra Ólínu tvíburasystur hennar
árið 1976, að skáldkonunni löngu liðinni. Það er þrjátíu erindi undir
rímnahætti eins og ævikvæði Unu, en betur kveðið og eins og mælt af
munni fram. Í kvæðinu talar hún til barna og er yfirlýstur tilgangur þess
að segja þeim hvað gaman sé að vinna. En kvæðið er ekki allt þar sem
það er séð. Það lýsir hrikalegri vinnu kvenna sem varir ævilangt,
endurtekur sig í sífellu og endar aldrei. Herdís er sjötíu og fimm ára
þegar hún yrkir kvæðið og er það allt í senn ævikvæði, vinnukvæði,
ellikvæði og afmæliskvæði.40 Í fyrstu erindunum bregður hún upp mynd
af sjálfri sér þar sem hún situr við að spinna á rokk, gömul kona, slitin
af erfiðisvinnu, og kveður við börn sem hún er sennilega að gæta:41
Þó mig gigtin þjái grimm
og þunnan beri eg lokkinn,
séð hafi árin sjötíu og fimm,
sit eg enn við rokkinn.
Þið, sem eruð ung og frá
og engu viljið sinna,
kvennatímaritinu Dropar árið 1927. Undirfyrirsögn er „Brot úr smásögu“, en sagan
mun aldrei hafa verið lengri. Sjá einnig Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
1945:165–169.
40 Afmælisljóð kvenna til sjálfra sín má telja sérkvenlega bókmenntagrein sem á sér
ekki samsvarandi hliðstæðu í ljóðum karla. Þær yrkja um sig fimmtugar, sextugar,
sjötugar, áttræðar og jafnvel fertugar og þrítugar. Þannig yrkir Ólöf frá Hlöðum
um sig bæði fertuga og fimmtuga þar sem hana hryllir mjög við ellinni um leið og
hún lítur yfir ónýta ævi sína framan af. Um afmælisljóð sjá nánar grein mína „Í
kvöld er ég fimmtug“.
41 Herdís Andrésdóttir 1976:303. Það kemur ekki beint fram í kvæðinu að hún sé að
gæta barnanna en með tilvísun til hefðarinnar má vel sjá það fyrir sér. Sbr. t.a.m.
Steinunni Finnsdóttur sem yrkir svo til barna í þriðja mansöng „Hyndlurímna“:
„Brag minn eignist börnin góð með bögum téðan, / siðlát, kyrr þau sitji á meðan.“
Steinunn Finnsdóttir 1950:23. Sbr. einnig Theodoru Thoroddsen um þulur sem
„örþrifaráð“ kvenna til að hafa ofan af fyrir börnum meðan þær bæta flíkur og
stoppa í sokka. Theodora Thoroddsen 1914:416.