Són - 01.01.2008, Side 60
HELGA KRESS60
getið ekki giskað á,
hvað gaman er að vinna.
Eins og þær báðar, Una Jónsdóttir og Ólöf frá Hlöðum, leggur Herdís
mikla áherslu á sannleiksgildi frásagnarinnar sem sé komin frá henni
milliliðalaust og lýsi eigin reynslu:42
Hreinan ykkur sannleik sel,
svo á þessu stendur,
allt það, sem að upp eg tel,
unnu mínar hendur.
Síðan kemur löng upptalning á hinum ýmsu erfiðisstörfum sem hún
reynir að gylla fyrir börnunum: „Ef hafið tíma að hlusta á / og hættið
öðru að sinna.“43 Áheyrendur eru sem sagt áhugalitlir og vilja heldur
gera eitthvað annað en hlusta á ævisögu gamallar konu. Þetta er held-
ur engin gamansaga þótt svo eigi að heita því að leiði, þreyta og
hryggð sem stundum jaðrar við uppgjöf skjótast hvað eftir annað upp
á yfirborðið. „Stúrin“ hefur hún „starað í glóð, / steikt af þorski roð-
ið, / bæði vélar við og hlóð / verkað mat og soðið.“ 44 Einnig er vinn-
an að sliga hana líkamlega:45
Lúið hef eg bakið beygt,
bundið stundum heyið,
malað kornið, kjötið steikt,
keflað lín og þvegið.
Þá hefur hún „á bakinu stundum borið torf, / blauta garða stungið“,46
„mjólkað kýr og mokað flór, / moð úr básum tekið.“47 Á vinnunni er
aldrei hlé og hún er fyrir aðra: „Vetur, sumar, vor og haust / varð eg
öðrum þjóna.“48 Þannig er kvæðið sett saman af orðarunum, einkum
sagnorða, í takt við endalausa vinnuna. Kindur hefur hún „sótt og
rekið, / mjólkað kýr og mokað flór,“ „hespað“ þræði, „spólað, undið,“
42 Herdís Andrésdóttir 1976:304.
43 Herdís Andrésdóttir 1976:303.
44 Herdís Andrésdóttir 1976:304.
45 Herdís Andrésdóttir 1976:305.
46 Herdís Andrésdóttir 1976:305.
47 Herdís Andrésdóttir 1976:304.
48 Herdís Andrésdóttir 1976:306.