Són - 01.01.2008, Síða 64
HELGA KRESS64
„rúmhelgu dögunum má sveitakonan ekki ræna.“64 Sunnudagsmorg-
uninn drífur hún af búverkin og sendir krakkana út að leika sér í
snjónum. Hún hugsar sér gott til glóðarinnar og seilist eftir bókinni
sem hún geymir undir koddanum:
„En hvað skeður – fyrir mér verða sokkarnir hans Nonna með
stærðar glompu á hælnum, aðra átti hann ekki hreina, og í þurrt
varð hann að fara, tækist svo illa til, að hann yrði votur, og svo
hékk kjóllinn hennar Stínu á rúmstólpanum með olnbogana út
úr. Það, sem vantaði í brækurnar hans Gvendar, nefni ég ekki,
en sitt var að hverjum garminum, sem krakkarnir áttu að fara í
næsta morgun.“65
Þessi inngangur að vísunum er tregróf í lausu máli þar sem hvert
óhjákvæmlega skyldustarfið rekur annað. Henni dettur fyrst í hug að
láta þetta eiga sig en „bannsett skylduræknin“ gefur henni engan frið
fyrr en hún hefur lokað bókinni og er farin að „staga garmana“. „Þá
var illt í mér,“ segir hún, „og eg tók að kveða um mig og stagið.“66
Vísurnar sem spretta úr staginu eru fimm og minna um margt á
kvæði Herdísar, sem einnig þráði að lesa, en þær eru mun gagnrýnni
og í þeim er engra sátta að vænta. Kvæðið er í senn ævikvæði og
vinnukvæði. Í því er litið til baka yfir endalaus kvennastörfin sem
felast í því að taka til, hreinsa og gera við, og það upp á hvern einasta
dag. Til áréttingar tilbreytingarlausri vinnunni endar hvert erindi á
sögninni að staga sem Theodora hefur strikað undir í handriti.
Í fyrsta erindi er brugðið upp nokkuð óhefðbundinni, en þeim mun
nýstárlegri, heimilismynd af móður og börnum:67
Mitt var starfið hér í heim
heita og kalda daga
að skeina krakka og kemba þeim
og keppast við að staga.
Eins og í fleiri ævikvæðum kvenna eru þráin og þörfin settar fram sem
andstæður, þar sem þráin lýtur ævinlega í lægra haldi fyrir þörfinni.
Hér kveðast þær beinlínis á. „Eg þráði að leika lausu við,“ segir skáld-
64 Theodora Thoroddsen 1960:122.
65 Theodora Thoroddsen 1960:123.
66 Theodora Thoroddsen 1960:123.
67 Theodora Thoroddsen 1960:123.