Són - 01.01.2008, Side 65

Són - 01.01.2008, Side 65
SAGA MÍN ER SÖNN EN SMÁ 65 konan í kvæðinu, en þráin beinist þó ekki að því sem var tilefni þess, þ.e. að lesa í bók, heldur að því er ætla mætti viðurkennda athæfi kvenna að fara út í náttúruna um vor, fylgjast með lömbum og tína blóm. En jafnvel það er of mikið og „þörfin kvað með þrumuróm: / ‚Þér er nær að staga.‘“ Hér er þörfin persónugerð sem valdsmannsleg en ósýnileg rödd sem kemur einhvers staðar frá, eins og yfirvofandi ritdómarinn um stökur sveitakvennanna, og skipar í beinni ræðu. Þráin hefur hins vegar ekki aðra rödd en þá sem brýst í gegnum kvæðið sjálft. Eins og mörg önnur ævikvæði kvenna endar einnig þetta á ævilokum og því sem þá tekur við:68 Komi hel með kutann sinn og korti mína daga, eg held það verði hlutur minn í helvíti að staga. Fyrir skáldkonur er um tvo staði að ræða, heiminn og helvíti, og hlutverk þeirra það sama á þeim báðum. Til himna komast þær ekki. Þetta frumlega tregróf er ekki alveg einhlítt því að bréf sitt endar vinkonan á því að taka það skýrt fram að bókina hafi hún „samt“ lesið. Síðan segist hún ekki muni senda Theodoru meira af þessu tagi og „reyndu að þegja um það.“69 Theodora lofar að þegja um vísurnar um leið og hún gerir upp- skátt um þær, að vísu með því að birta þær aðeins í handskrifuðu kvennablaði og leggja þær í munn ónafngreindrar konu. Sigurður Nordal komst þó í vísurnar og birti í Ritsafni. Í inngangi finnst honum vissara að láta þeim fylgja skýringar svo að enginn skyldi nú halda að „frú Theodora“ væri að yrkja um sjálfa sig. Að hans áliti eru vísurnar „óþolinmæðisorð“, kveðnar „í gamni“ og í orðastað annarra, senni- lega þá æskuvinkonunnar! Þá snýr hann út úr stefi vísnanna og segir að hefði frú Theodoru langað til að verða „mikilvirkur og vandvirkur rithöfundur“, undanskilið að hún varð hvorugt, hefði hún orðið að „sitja við að ,staga‘ á pappír“ og „hætta að leika lausu við“,70 eins og hún hafi nú gert það. Með þessu ómerkir hann ævisöguna í kvæðinu með þeim sama þrumuróm og þar kvað þrána í kútinn. 68 Theodora Thoroddsen 1960:124. 69 Theodora Thoroddsen 1960:124. 70 Theodora Thoroddsen 1960:78.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.