Són - 01.01.2008, Side 68
HELGA KRESS68
máli, en aftan við eru nokkrar stökur, aðallega dýrt kveðnar hring-
hendur, sem sumar raða sér í samfelld kvæði. Bókin er sjálfsævisaga
Ólínu fram að tvítugsaldri en einnig þjóðlegur fróðleikur sem hún
bæði skýlir sér á bak við og réttlætir útgáfuna með. Þetta heppnast því
að ritdómarar taka bókinni nær eingöngu sem þjóðlegum fróðleik og
hrósa henni sem slíkri. Í yfirlitsgrein Jakobs Benediktssonar, „Minn-
ingabækur og þjóðleg fræði“, sem birtist í fyrsta hefti Tímarits Máls og
mennningar 1947 leggur hann áherslu á gildi minningabóka fyrir „vit-
neskju og fróðleik um liðna tíma, sögu þeirra og menningu, lifnaðar-
hætti og lífsviðhorf“.75 Af minningabókum ársins 1946 er hann hrifn-
astur af bók Ólínu með ógleymanlegum myndum „af heimilisháttum
og sérkennilegum persónum, lifandi fulltrúum liðinnar aldar“ og telur
hana með bestu minningabókum sem Íslendingar hafa eignast.76 „Þó
er hún engin ævisaga,“ bætir hann við eins og bókinni til hróss. Þá
hefði hann viljað „sleppa vísunum aftan við“ og fá meira af minn-
ingum, þar sem vísurnar beri ekki eins af öðrum „af sama toga“ og
minningarnar af miklum hluta íslenskra minningabóka.77 Á sömu
skoðun eru flestir ritdómarar sem um bókina skrifuðu. Þeir hrósa
Ólínu réttilega fyrir mannlýsingar á öðru fólki, einkum Kristrúnu
fóstru hennar á Kúskerpi, en sjá ekki hana sjálfa.78
Í síðari gerð bókarinnar sem Ólína byrjaði strax að vinna að eftir
útkomu þeirrar fyrri sleppti hún vísunum en bætti við löngum köflum
um mannlýsingar, þar á meðal um Kristrúnu. Í bréfi til bróður síns,
Frímanns Jónassonar, dagsettu á Sauðárkróki 22. febrúar 1948, segir
hún: „Þú ert að spyrja um þættina mína, allt gengur það hægt . . . Ég
býst við að Broddi eigi einhvern þátt í að gefa það út, þegar þar að
kemur, en það verður ólíklega á meðan ég er á lífi, enda heppilegast
að sumu leyti.“79 Um framvinduna skrifar hún svo í bréfi til hans sjö
árum síðar, dagsettu á Sauðárkróki 7. mars 1955: „Nú er búið að vél-
75 Jakob Benediktsson 1947:65.
76 Jakob Benediktsson 1947:66.
77 Jakob Benediktsson 1947:70.
78 Sjá t.a.m. Brynleif Tobíasson 1946 og Þorstein Jónsson 1946. Undantekning er
Eiríkur Hreinn Finnbogason sem – eftir að hafa hrósað lýsingunni á Kristrúnu –
gefur einnig gaum að Ólínu sjálfri og segir: „Lýti finnst mér, að tillit hefur verið
tekið til þeirra, sem ekki vilja annað sjá en þurran fróðleik, og er frásögnin helzt
til víða sundurslitin af alltof nákvæmum og þurrum lýsingum á ýmsum háttum á
bernskuheimili skáldkonunnar.“ Síðan lýsir hann eftir „glettnisvísum“ sem hann
hefur heyrt að hún hafi gert. „Ennfremur er mér sagt,“ segir hann, „að eftir hana
séu ágæt kvæði, og leyfi ég mér að vona að almenningur fái að sjá þau áður en
langt um líður.” Eiríkur Hreinn Finnbogason 1946.
79 HSk 354, fol.