Són - 01.01.2008, Page 69

Són - 01.01.2008, Page 69
SAGA MÍN ER SÖNN EN SMÁ 69 rita mestan hluta af handriti mínu, og það komið til mín, hvað sem um það verður, þetta er töluvert langt mál, og sumstaðar ekki svo leiðin- legt, og hver veit nema það komi einhverntíma fyrir allra augu.“80 Um skáldskap sinn í bundnu máli segir hún hins vegar í sama bréfi, rituðu undir ævilok: „Enn þá er ég oft að strita við vísna og kvæðagerð, en hreyfi því lítið opinberlega, finn að það fer best á því.“ Bæði í bréfum sínum og kvæðum kemur Ólína aftur og aftur að eigin skáldskap sem hún leggur áherslu á að sé eingöngu fyrir hana sjálfa, ef einhver skuli halda annað. „Ég yrki mér ekki til frægðar, / né álits hjá stórum mönnum, / en aðeins til hugarhægðar / í hávaða dags og önnum,“ segir hún í nafnlausu kvæði,81 eins konar samtali við sam- sýslung sinn, Jakob Benediktsson, sem vildi þurrka út vísurnar í bók hennar. Í eftirfarandi vísu tekur hún enn skýrar til orða og tekur fram að hún viti þetta vel:82 Finn ég glöggt og fullvel skil fábreytt er mitt ljóða sáld. Aldrei heldur ætlast til að ég væri kölluð skáld. Hún birtir því sama og ekkert af vísum sínum á prenti en sendir þær gjarnan sem trúnaðarmál í ljóðabréfum, einkum til bróður síns Frímanns, en einnig til vinkvenna. Í tilefni af sjötugsafmæli hennar árið 1955 birtust eftir hana „Nokkrar stökur“ í kvennatímaritinu 19. júní, „gripnar í bessaleyfi úr sendibréfi til vinkonu hennar í Reykja- vík“. Vinkonan er ekki nafngreind, en eins og Theodora í vísnaþætt- inum „Að vestan“ hefur hún stolist til að láta prenta vísur sem hún hefur fengið í bréfi frá vinkonu sinni.83 Ljóð Ólínu verða til úr minningum. „Ýmsa þræði upp ég rek frá 80 HSk 354, fol. Bókin sem fékk nafnið Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna kom ekki út fyrr en árið 1981, að Ólínu löngu liðinni. 81 Lbs 3932, 4to. Hér vísar Ólína í fleygar ljóðlínur Páls Ólafssonar í „Kvæðalaun- unum“: „Kveð ég mér til hugarhægðar, / en hvorki mér til lofs né frægðar.“ Sbr. Páll Ólafsson 1899:55. Þessar ljóðlínur hafa orðið skáldkonum hugleiknar og vitna þær oft til þeirra í ljóðum sínum, eins og sér til stuðnings. Sjá einnig Stúlka 1997:85nm. 82 Lbs 3932, 4to. 83 Stökurnar sem sumar mynda kvæði eru: „Nýr minnisvarði“, „ Júnímorgunn“, „Hugsað heim“ og „Án nafns“ sem er afmælisljóð Ólínu til sjálfrar sín sjötugrar: „Kyrrast þrár og þyngist brá, / þunn á hár og vanga. / Oft var sár og sælufá / sjötíu ára ganga.“ Ólína Jónasdóttir 1955:44.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.