Són - 01.01.2008, Page 69
SAGA MÍN ER SÖNN EN SMÁ 69
rita mestan hluta af handriti mínu, og það komið til mín, hvað sem um
það verður, þetta er töluvert langt mál, og sumstaðar ekki svo leiðin-
legt, og hver veit nema það komi einhverntíma fyrir allra augu.“80 Um
skáldskap sinn í bundnu máli segir hún hins vegar í sama bréfi, rituðu
undir ævilok: „Enn þá er ég oft að strita við vísna og kvæðagerð, en
hreyfi því lítið opinberlega, finn að það fer best á því.“
Bæði í bréfum sínum og kvæðum kemur Ólína aftur og aftur að
eigin skáldskap sem hún leggur áherslu á að sé eingöngu fyrir hana
sjálfa, ef einhver skuli halda annað. „Ég yrki mér ekki til frægðar, / né
álits hjá stórum mönnum, / en aðeins til hugarhægðar / í hávaða dags
og önnum,“ segir hún í nafnlausu kvæði,81 eins konar samtali við sam-
sýslung sinn, Jakob Benediktsson, sem vildi þurrka út vísurnar í bók
hennar. Í eftirfarandi vísu tekur hún enn skýrar til orða og tekur fram
að hún viti þetta vel:82
Finn ég glöggt og fullvel skil
fábreytt er mitt ljóða sáld.
Aldrei heldur ætlast til
að ég væri kölluð skáld.
Hún birtir því sama og ekkert af vísum sínum á prenti en sendir þær
gjarnan sem trúnaðarmál í ljóðabréfum, einkum til bróður síns
Frímanns, en einnig til vinkvenna. Í tilefni af sjötugsafmæli hennar
árið 1955 birtust eftir hana „Nokkrar stökur“ í kvennatímaritinu 19.
júní, „gripnar í bessaleyfi úr sendibréfi til vinkonu hennar í Reykja-
vík“. Vinkonan er ekki nafngreind, en eins og Theodora í vísnaþætt-
inum „Að vestan“ hefur hún stolist til að láta prenta vísur sem hún
hefur fengið í bréfi frá vinkonu sinni.83
Ljóð Ólínu verða til úr minningum. „Ýmsa þræði upp ég rek frá
80 HSk 354, fol. Bókin sem fékk nafnið Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna kom ekki út
fyrr en árið 1981, að Ólínu löngu liðinni.
81 Lbs 3932, 4to. Hér vísar Ólína í fleygar ljóðlínur Páls Ólafssonar í „Kvæðalaun-
unum“: „Kveð ég mér til hugarhægðar, / en hvorki mér til lofs né frægðar.“ Sbr.
Páll Ólafsson 1899:55. Þessar ljóðlínur hafa orðið skáldkonum hugleiknar og
vitna þær oft til þeirra í ljóðum sínum, eins og sér til stuðnings. Sjá einnig Stúlka
1997:85nm.
82 Lbs 3932, 4to.
83 Stökurnar sem sumar mynda kvæði eru: „Nýr minnisvarði“, „ Júnímorgunn“,
„Hugsað heim“ og „Án nafns“ sem er afmælisljóð Ólínu til sjálfrar sín sjötugrar:
„Kyrrast þrár og þyngist brá, / þunn á hár og vanga. / Oft var sár og sælufá / sjötíu
ára ganga.“ Ólína Jónasdóttir 1955:44.