Són - 01.01.2008, Side 70
HELGA KRESS70
ævi minni, / gefa mér hin gömlu kynni / geislablik í útlegðinni,“ segir
hún í nafnlausu kvæði frá árinu 1953 með tilvísun í kvennavinnu þar
sem hún rekur upp prjónaða ævi sína, telur hana niður þar til ekkert
verður eftir af henni.84 Svipað kemur fyrir í ævikvæðinu „Yfirlit“ sem
í handriti er dagsett 11. janúar 1956,85 og er með því síðasta sem hún
orti. Kvæðið er átján erindi og minnir mjög á „Kveðið við spuna“ eftir
Herdísi Andrésdóttur, þótt ólíklegt sé að nokkurt beint samband sé á
milli. Kvæðið hefst á orðinu „ég“ sem leggur áherslu á sjálfsævi-
söguna í því og það sé hún sjálf sem segi frá. Samstundis er þó þessi
ég smækkuð með því sem hún var ekki en átti að vera, og minnir
þetta á smæðarmyndmálið í ævikvæðum þeirra Unu og Ólafar þótt
ólíkt sé með það farið:
Ég var hvorki stór né sterk,
stundum leið því baga,
hef þó unnið ótal verk
ævi minnar daga.
Síðan telur hún upp verkin sem hún hefur unnið og byrjar á sér sem
barni:
Var í æsku vanin á
vinnusemi að þjóna.
fjögra ára fingrasmá
fyrst ég lærði að prjóna.
Eins og í kvæði Herdísar er vinnan endalaus, þar sem eitt tekur við
af öðru. Hún „kembdi, spann og voðir vatt“, ber skarn á tún, ristir
torf, tínir grös, hirðir hey, mjólkar, saumar og situr hjá. Eins og líka
kvæði Herdísar einkennist þetta af úrdrætti þar sem dregið er úr yfir-
lýstri vinnugleði með orðunum þó og samt og svo þreytunni sem
kemur jafnvel á undan vinnunni, eins og í þessu erindi:
Ég með gleði verk mín vann,
vissi samt af þreytu,
þæfði voðir, þráðinn spann,
þvoði ull úr keytu.
84 Lbs 3932, 4to.
85 Lbs 3932, 4to.