Són - 01.01.2008, Side 78

Són - 01.01.2008, Side 78
HANNES PÉTURSSON78 Íslendinga á 20. öld. Hlutverk þeirra, hvað sem efnisvali leið hverju sinni, var að efla sönggleði fólks og samhug. Pólitískar voru þær sjaldnast og má mikið vera ef Vakna þú Ísland er ekki fyrsta há- pólitíska vasasöngbókin sem við eigum. Til skýringar þeim orðum tek ég upp glefsur úr formálanum, því greinilegra finnst mér að láta hann tala sínu máli sjálfan heldur en að stytta efnið í endursögn: „Nú á seinni árum hefir komið í ljós mjög tilfinnanleg vöntun á söngbók handa alþýðu, þar sem dregin væru saman í eina heild ljóð og söngvar, sem til eru orðin í baráttu alþýðunnar og hæf mega kallast til söngs. Með útgáfu þessarar bókar er reynt að bæta úr brýnni þörf. Þó verða menn að hafa hugfast, er þeir dæma um þetta söngvasafn, að ekki ber að líta á það sem úrval hinna beztu ljóða, er túlkað hafa baráttu íslenzkrar alþýðu fyrr og síðar. Því að val kvæðanna varð að takmarka við sönghæfni þeirra.“ Og áfram: „Mörg af eldri kvæðunum í þessu safni eru flestum kunn áður. Þau eru ort á þeim tíma, er íslenzka þjóðin háði baráttu sína við erlenda áþján og kúgun. Þau spegla hugprýði þjóðarinnar, vonir hennar og frelsisþrá, og hafa verið alþýðu landsins hvatning og beitt vopn í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði. Og þessi ljóð eru jafn lifandi hjá alþýðunni enn í dag, og hafa ef til vill aldrei verið henni hjartfólgnari né sungin af dýpri skilningi. Þau hvetja enn til árvekni og baráttu, vekja að nýju eldmóð og kraft alþýðunnar til að vinna loks fullnaðar- sigur á öllum kúgurum sínum. Hin nýju ljóð, úr frelsisbaráttu alþýðunnar á síðustu árum, eru beint framhald hinna eldri kvæða. Samhengið hefir þar aldrei slitnað. Meginhlutinn af öllum þeim ljóðum, sem dýpstar eiga vinsældir hjá alþýðunni, tendrast enn af sömu glóð og áður. Enn er frelsisbaráttan hið ríkasta jafnt í lífi hennar og ljóðum.“ Einnig segir: „Meðal yngri söngvanna eru nokkrir þýddir. Þeir eru orðnir til við lík skilyrði hjá kúgaðri alþýðu í öðrum löndum og hafa fundið sterkt bergmál hjá íslenzku alþýðunni. Útgefandi þessara söngva – Karlakór verkamanna í Reykjavík – hefir frá því að hann hóf starfsemi sína unnið að því að fá þýdda ýmsa erlenda verkalýðssöngva. Hann hefir ennfremur lagt kapp á að fá samin ný lög og ljóð og þar með átt drjúgan þátt í að skapa marga nýja söngva, sem orðið hafa á skömmum tíma eign alþýðunnar.“ Formálanum lýkur á þeim orðum að tilgangi útgefenda sé náð ef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.