Són - 01.01.2008, Page 80
HANNES PÉTURSSON80
Nú hrynur senn til grunna heimsins auðvaldsstétt.
Nú byrjar öld, sem býður hverjum þræl sinn rétt.
Við berjumst hart með hamri og sigð,
unz hlekkur þrældóms brotinn er.
Vort ríki, vort ríki er heimsins borg og byggð.
Fram, fram, í stríð, í stríð með styrksins móð,
þú unga blóð, þú öreiganna þjóð.
Lát fánann rauða rísa um fjall og dal.
Vort föðurland er international.
Sjá, bygging okkar þjóðfélags mun byrja senn.
Við erum ekki þrælsins þý, við erum menn.
Við þekkjum lífsins rök og rétt,
vor reynsla er blóðug, löng og dýr.
Hún sigrar, hún sigrar loks, hin snauða stétt.
Fram, fram, í stríð, í stríð með styrksins móð,
þú unga blóð, þú öreiganna þjóð.
Lát fánann rauða rísa um fjall og dal.
Vort föðurland er international.
Þetta ljóð er sömu ættar og aðrir baráttusöngvar róttækrar alþýðu
sem valdir voru til birtingar í Vakna þú Ísland. Langfrægust af slíkum
herhvötum er Internationalinn (Fram, þjáðir menn í þúsund löndum)
sem Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi á íslenzku og vitaskuld var prent-
uð í söngbókinni.
3
Höfundur lagsins sem sungið var við Budjonny-marsinn er í Vakna
þú Ísland sagður heita Davidenko. Þar er trúlegast átt við Alexandre
Davidenko (1899–1934). Hann var kunnur lagasmiður í Sovét-
ríkjunum, beitti sér í byltingunni 1917 og samdi þekkta verkalýðs-
söngva. Þetta getur að lesa í almennum uppflettiritum. En einnig hitt,
að Dmitri J. Pokrass (1899–1978), sovézkur tónlistarmaður og tón-
skáld, hafi samið Budjonny-marsinn árið 1920 við texta eftir A.
D’Aktil (1890–1942) og sé hann einn hinna fyrstu sovézku söngva
sem náðu hylli um landið allt. Pokrass þjónaði í Rauða hernum þegar
hann samdi marsinn, var í 1. riddaraliðssveitinni, en fyrir henni fór
einmitt sá frækni foringi, Semjon M. Budjonny (1883–1973). Bud-
jonny barðist af hreysti gegn óvinaherjum Sovétríkjanna í þeirri