Són - 01.01.2008, Page 82
HANNES PÉTURSSON82
Eftir Rudolf Nilsen er í Vakna þú Ísland eitt ljóð, „Revolusjonens
røst“, úr annarri ljóðabók hans (1926), þýtt af Aðalbirni Péturssyni,
kunnum baráttumanni verkalýðs á þessum árum. Þýðingin er læsileg,
en sums staðar skortir nákvæmni. Magnús Ásgeirsson og Helgi Hálf-
danarson hafa einnig þýtt ljóð eftir Nilsen, og vera má að fleiri hafi
leitazt við að kynna verk hans fyrir Íslendingum, hef ekki athugað
það að svo stöddu.
Rudolf Nilsen var vopnabróðir Steins Steinars og allra þeirra ís-
lenzku vinstrimanna sem lögðu fram stéttabaráttutexta til söngbók-
arinnar margnefndu. Fyrir því, meðal annars, er hans getið sérstak-
lega hér á þessum stað.
5
Þýðingu Budjonny-marsins lét Steinn liggja í þagnargildi eins og sum
önnur ljóð frá hinum fyrri dögum á skáldferli sínum þegar til þess dró
að safna efni til útgáfu. Í sjálfu sér fellur hún illa að skáldskap hans
eftir 1934, slíkum breytingum sem hann tók og skýrt sjást í Ljóðum
(1938), annarri bók hans. Raunar er efnið í Rauður loginn brann
orðið Steini fjarlægt í mörgu þegar hann leggur lokahönd á verk sín
árið 1956 í safnútgáfunni Ferð án fyrirheits, sem hefur að undirtitli:
Ljóð 1934–1954. Sú bók kom út á vegum Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu og geymir safn þeirra ljóða sem skáldið sjálft kaus að
lægi eftir sig fyrir augum komandi kynslóða. Þar úthýsti hann stórum
hluta þess skáldskapar sem birtist í Rauður loginn brann; eftir standa
15 ljóð, en 14 eru felld undan, þeirra á meðal hið langa upphafsljóð,
Öreiga-æska.
2008