Són - 01.01.2008, Page 90
KENDRA J. WILLSON90
April is the cruellest month, breeding
Lilacs out of the dead land, mixing
Memory and desire, stirring
Dull roots with spring rain.
Winter kept us warm, covering
Earth in forgetful snow, feeding
A little life with dried tubers.
Summer surprised us, coming over the Starnbergersee
With a shower of rain; we stopped in the colonnade,
And went on in sunlight, into the Hofgarten,
And drank coffee, and talked for an hour.
en í þýðingu Sverris:
Apríl er grimmastur mánaða, græðir
grös upp úr dauðri moldinni, hrærir
girndum saman við minningar, glæðir
vorregni visnaðar rætur.
Veturinn veitti okkur yl, þakti
grundina gleymskusnjó, nærði
máttvana líf í morknum rótum.
Sumarið kom að óvörum yfir Starnbergersee
með hellidembu, við biðum í súlnagöngunum.
röltum í sólskini út í Hofgarten
drukkum kaffi og röbbuðum stundarkorn.
Fyrstu tvö vísuorð sýna „stuðlanna þrískipta grein“. Eins og Kristján
Árnason bendir á verða „lilacs“ einfaldlega „grös“ í öðru vísuorði
vegna stuðlunarþrýstings.33 Næstu fimm vísuorð (öll jafnlöng) sýna
hvert fyrir sig innbyrðis stuðlun; í þriðja vísuorði er of langt á milli
stuðlanna skv. ríkjandi reglum. Eftir sjöunda vísuorð verða kaflaskil í
hrynjandi ljóðsins; áttunda og níunda vísuorð hafa prósakennda
hrynjandi (en minna einnig á jambískan fimmliðahátt); en það tíunda
og ellefta nálgast aftur trókaískan fjórliðahátt, eins og fyrstu sjö
vísuorðin, fyrir utan það að hrynjandin er mun óreglulegri, e.t.v. nær
orðahrynjandi en atkvæðahrynjandi. Þessi vísuorð eru alveg stuðlun-
arlaus.
Í frumtextanum er „létt“ endarím (sama beygingarending -ing sem
33 Kristján Árnason (1993:158).