Són - 01.01.2008, Síða 92
KENDRA J. WILLSON92
eftir götum sem koma eins og leiðigjörn röksemd
sem af lymsku og sviksemd
leiðir þig að spurningu ógnarstórri...
Æ, spyrðu ekki hver hún sé um sinn,
fyrst skulum við fara og líta inn.
Hér taka annað, sjöunda, níunda og tólfta vísuorð þátt í rími án þess
að hafa ljóðstafi. Svipuð dæmi má finna í Eyðilandinu.36
The time is now propitious, as he guesses,
The meal is ended, she is bored and tired,
Endeavours to engage her in caresses
Which still are unreproved, if undesired.
Flushed and decided, he assaults at once;
Exploring hands encounter no defence;
His vanity requires no response,
And makes a welcome of indifference.
(And I Tiresias have foresuffered all
Enacted on this same divan or bed;
I who have sat by Thebes below the wall
And walked among the lowest of the dead.)
Bestows one final patronising kiss,
And gropes his way, finding the stairs unlit ...
Nú er að sjá sem stundin sé honum í vil,
máltíð er lokið, hún er sljó og þreytt;
hann reynir með kjassi að koma henni til,
hún hafnar því ekki, vill samt ekki neitt.
Inn ryðst hann, rauður og þrútinn, án fyrirvara,
fálmandi fingrum eru engar varnir til ama.
Í hégómleik sínum krefst hann engra svara
en fagnar því að henni er alveg sama.
(Og ég, Tiresias, hef fyrir löngu kvalist
yfir því sem gerist í þessu sama rúmi;
ég sem undir Þebumúr hef dvalist
og stigið niður til dauðra í heljarhúmi.)
Hann kyssir hana af náð í kveðjuskyni
og klöngrast niður tröppurnar í myrkri ...
36 Eliot (1990:20–23).