Són - 01.01.2008, Page 130
HELGA BIRGISDÓTTIR130
við sögu því ljóðmælandi líkir ferðalaginu við það að sitja heima „með
góða bók / nema hvað / lófarnir snúa niður“. Sjötti hluti bókarinnar
inniheldur öðruvísi ljóð og þar blasa við annars konar staðir. Í „Ange-
lica Versallica“13 er ljóðmælandi staddur í Versölum þar sem hann
vökvar garðana „með ölkelduvatni frá Evian“ sem endar á því að
höllin sekkur í „óvinnandi hánorrænt / ætihvannarþykkni svo sólkon-
ungar sáu ekki til / sólar“.
Vor fósturjörð kemur líka við sögu í Höggstað, þriðju ljóðabók
Gerðar Kristnýjar. Aðdráttarafl Íslands virðist fyrst og fremst felast í
ís og kulda sem ljóðmælandi getur ekki slitið sig frá og leggst til hvílu
á svæfil úr „dúnmjúkri drífu“. Það er engu líkara en ljóðmælandi frjósi
fastur við landið og hafi engan möguleika á öðru landi, öðrum stað:14
Ísinn sleppir engum
Landið mitt
útbreidd banasæng
nafn mitt saumað
í hélað ver
Landið er hvítt og svart og sortinn gefur ekkert eftir, ekki einu sinni
þegar bíll ekur í gegn. Hann „gefur aðeins eftir / eina stiku í einu“ sem
síðan leiftra í örskamma stund, „eins og eldspýtur / litlu stúlkunnar í
ævintýrinu“.15 Landið er hvítt og svart, þungt og kalt en um leið fullt
af tilfinningum, kunnuglegt og á einhvern napurlegan hátt „okkar“.
Steinunn Sigurðardóttir yrkir einnig um ást sína á landi okkar í
Ástarljóð af landi. Bókin skiptist í þrjá hluta og eru tveir síðari hlutarnir
óður til landsins. „Framlengdur sumardans fyrir austan fjall“16 inni-
heldur myndræn, ljúf og rómantísk ljóð frá fyrstu sumardögum til
haustsins, alveg frá því sumarið læðist yfir grindverk til einnar konu
og þar til það verður „of þungt að róta unaðsdögunum / fram í
dagsljósið“ og ekkert annað er að gera „en setjast á þá. Þjappa þeim í
rammgerða glatkistuna“. Það eru fallegar og ljúfar stemningar í þess-
um ljóðum, krakkar á hjólum á flótta undan rigningunni, krakkar að
klifra í gömlu tré, „konan í sumrinu dansar“ og við uppskerum eins
og við sáum:
13 Þórarinn Eldjárn (2007:87).
14 Gerður Kristný (2007:5).
15 Gerður Kristný (2007:7).
16 Steinunn Sigurðardóttir (2007:58–65).