Són - 01.01.2008, Síða 131
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 131
Að hausti, milli september og október
uppsker ég regnboga í fjalli við fjall.
Uppsker ég feitan rugguþröst
í gisnandi birkitré
milli september og október.
Uppsker ég hvíta jörð og heiðblátt hyldýpi.
Það er öðruvísi andi yfir ljóðunum í „Einu-sinni-var-landið“, síðasta
hluta bókarinnar. Ljóðin í þessum hluta birtust fyrst í tveimur hlutum
í Lesbók Morgunblaðsins og duldist þá engum að þarna var á ferð-
inni gagnrýni á virkjanastefnu stjórnvalda. Ljóðin í þessum hluta
bókarinnar eru, eins og í hinum tveimur fyrri, ákaflega falleg, nostur-
samlega unnin og stundum glaðleg, þrátt fyrir sorglegt umfjöllunar-
efnið.
Hér segir frá fyrsta Íslendingnum, einsetumanni frá Írlandi sem hin-
gað kemur á litlum báti, löngu á undan Ingólfi og hans slekti. Hann
ferðast á milli fjalla og fjarða, blessar landið og er [a]llra sælla sælastur.
/ Sælastur allra sælla“.17 Landið er fagurt og frítt og rómantísk nátt-
úrusýn áberandi. Óttinn við endalokin og nútíminn taka síðan við
þegar einsetumaðurinn vaknar til lífsins árið 2006 í ljóðunum „End-
urvakningin“ og „Eyðilandið“.18 Þá blasir við „brennimerkt land“ og
örvænting mannsins breiðir úr sér:
Ekki aðeins sjálfum sér sviptur, svörðurinn græni.
Fjöllin afbökuð, húðflett. Fossar í fjötrum. Gryfjur og
skurðir. Eyðilagt land.
Engin brennandi plága. Heldur tröllahendur höfðu
tætt það sundur. Stór-Vandalar? Kýklópar? Lagt það
undir sem vígvöll í stórstríði. Haft svörðinn til átu.
Einsetumaðurinn er ósköp hnugginn og veltir því fyrir sér hvaðan
svona voðaleg hugmynd, að eyðileggja landið, komi. Í lokin þakkar
hann þó heilagri þrenningu fyrir að eiga ekki afkomendur, „[s]érstak-
lega ekki á þessu landi“.
17 Steinunn Sigurðardóttir (2007:78).
18 Steinunn Sigurðardóttir (2007:84-88).