Són - 01.01.2008, Page 133
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 133
innbrotsþjófur / díler / kattavinur, af því þú ert
svo þunglyndur segi ég en það er ekki fallegt að dömpa
sjúklingum segi ég til öryggis, ég kem honum
aldrei
viljandi í uppnám
Hvíti liturinn er ráðandi í bókinni og margvíslegar merkingar hans og
vísanirnar spanna allt frá Íslendingasögunum til kínverskra orðasam-
banda. Eiturlyfin sjálf eru myndhverfð í hinum hvíta dreka sem er
bæði stórhættulegur og lokkandi.22
hann ítrekar að drekinn lækni einsemdina, ég
segi: ég er hér
en
drekinn gerir hann heyrnardaufan og málstola
og sjúklegan í sumarbirtunni, ég er með tálkn sem
víbra eins og dauðateygjur, ég sá það fyrir
því pabbi minn segir að allt fallegt sé
spillandi eða
kannski sagði hann það aldrei
Ljóðmælandi er í sífelldri samkeppni við hvíta drekann um ástir
mannsins. Þetta hefur í för með sér niðurlægingu sem birtist í sárs-
auka og þörf. Hún minnist þess gamla og góða og reynir að banda
hinu slæma, núinu, frá sér og hefur „mikla þjálfun í að hemja sorg“.23
Stúlkan speglar sig í Kristsmynd, sér sjálfa sig bæði sem bjargvætti og
fórnarlamb, þar sem hún stendur með gataða lófa, útrétta handleggi
og telur sig geta mettað fimm þúsund munna.
Ljóðmælandi Nóvembernótta Eyglóar Idu Gunnarsdóttur á líka í
stórhættulegu ástarsambandi, er háð elskhuga sínum og ástinni en
getur ekki látið hann vera:24
Mig langar að
anda þér að mér;
sjúga orku þína
niður í lungu mín
22 Sigurbjörg Þrastardóttir (2007:52).
23 Sigurbjörg Þrastardóttir (2007:139).
24 Eygló Ida Gunnarsdóttir (2007:án bls.).