Són - 01.01.2008, Side 136
HELGA BIRGISDÓTTIR136
Bókin svífur eins og hvít fjöður um skammdegishiminninn [svo]
til minnis um það sem er ónefnt, í merkingunni handan orða;
efni textans er náttúran, gildi lífs sem og óumflýjanlegur dauði,
heimur ljóss og skugga, það sem ekki er hægt að útskýra, og ekki
síst takmarkanir og fallvaltleiki tungumálsins sem höfundurinn
kannar í gamni og alvöru, líkt og orðasmiður sem ýmist hlær eða
grætur vegna ófullkomleika efniviðsins sem hann vinnur með.
Textinn er gerður úr fínlegum, nánast ósýnilegum orðum.
Samkvæmt því sem skáldið sjálft segir er í bókinni að finna steinasafn-
ara á villigötum sem á enga vini lengur, nema sína eigin steinsmugu,
en þar finnur hann líka fegurðina. Sjón segir jafnframt að bókin sjálf
sé upprifjun á ákveðnum ljóðrænum gildum og aðferðum sem og viss
leit hans sjálfs að rótum sínum sem rithöfundur. Einhverja neðan-
jarðarstafsemi er að finna í bókinni, viðurkennir Sjón, og ákveðinn
„nýhílískan anda“. Þar er undirstrikað að „maðurinn skiptir minnstu
máli“ og að jörðin muni halda sínu striki þótt maðurinn hverfi.33 Það
kallast á við viðfangsefni ungskáldanna sem mörg hafa eflaust Sjón að
fyrirmynd.
Um söknuð og sorg
Söknuður og sorg setja svip sinn á ljóðabækur ársins 2007 og að
öðrum ólöstuðum tekst Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni best upp. Bók
hans Hjartaborg er í senn saknaðaróður skáldsins til eiginkonu sinnar,
sem lést úr krabbameini, og uppgjör þess við lífið, örlögin og guð sinn.
Bókin skiptist í sex hluta og er einn þeirra, „Til þín“, ljóð ort til
eiginkonunnar, Önnu Pálínu. Til hennar eru „ljóðin sveigð að tón-
um“ og skáldið þyrstir í söng af hennar vörum.34 Ljóðmælandi er
sorgmæddur og þráir það sem var og óskar þess að hafa getað lagt
eitthvað af mörkum eða tekið hluta sársaukans á sjálfan sig. Þetta
kemur skýrt fram í ljóðinu „Borg“:35
Lengi vel
hlaut ég að verjast
þeirri tilhugsun
33 Sjón í viðtali hjá Ásgeiri H. Ingólfssyni (2007a).
34 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (2007:57).
35 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (2007:55).