Són - 01.01.2008, Page 137
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 137
að hönd dauðans
drægi sverð úr slíðrum.
Lengi vel
vildi ég berjast
vísa óttanum
þannig á bug
þreyja harðan vetur.
Fyrir þig
sem heyrir hjartanu til
var ég fús að falla.
Kveðjuljóð Aðalsteins, „Það var skip“,36 er texti við lag eftir Sigurð
Flosason og endar á þessum orðum: „Hvern dag, hverja nótt / rata
orð þín aftur til mín“.
Til að takast á við sorgina yrkir skáldið meðal annars um börnin,
ættina og guð og er „Í gömlu húsi“37 gott dæmi því í það hús er „hægt
að hverfa / dvelja þar daga og nætur“ en það sem mestu skiptir er að
„þarna stendur það enn / allt mitt fólk heima / í húsi minninganna“.
Þangað getur skáldið farið hvenær sem er, allt er eins og það var, allt
er öruggt og þar á það skjól.
Ljóðin eru mörg lágstemmd, sorgleg og uppfull af tárum, trega
og ást. Það er meiri hreyfing yfir ljóðum næst síðasta hluta bókar-
innar, „Flæði“, þar sem skiptast á óhefðbundin ljóð og prósaljóð.
Sorgin er samt aldrei langt undan og það er eins og ljóðmælandi leiti
sér að stað í þessum heimi eða einhverju til að fylla upp í tómið, til
dæmis trú eða fjölskyldu. Hann virðist enn vera áttavilltur í loka-
ljóði bókarinnar:38
Minn kvarði
er þessi lóðrétti
án þess ég viti alltaf
hvort ég er
að koma eða fara
til að vera eða vera ekki
36 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (2007:58).
37 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (2007:28-30).
38 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (2007:88).