Són - 01.01.2008, Qupperneq 139
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 139
Höfundur birtir verulega falleg myndljóð í miðkafla bókar sinnar þar
sem ort er um ljóðið og landslagið. Síðasti hluti bókarinnar er prósi,
misljóðrænar hugleiðingar. Stefanía yrkir heim og fléttar saman minn-
ingum sínum úr ólíkum heimsálfum. Lesendur rekast á framandi
eðlur og íslenskar kindur. Íslensku jólasveinarnir skjóta upp kollinum
en einnig jól veðurblíðunnar án ljósa.
Um ferðalög
Ferðalög koma víðar við sögu en hjá Stefaníu Gísladóttur. Sigurlín
Bjarney Gísladóttir yrkir um ferðalög í Fjallvegir í Reykjavík sem kom
út hjá Nykur og er að mati Silju Aðalsteinsdóttur skemmtilegasta
ljóðabók sumarsins 2007.43 Fjöllin eru Sigurlín eins og öðrum skáld-
um, hugleikin og fylgjast lesendur með ljóðmælanda ferðast um götur
Reykjavíkur þar sem hann sér glitta í fjöll inn á milli borgarlands-
lagsins. Sem betur fer er GPS-tæki með í för þannig ljóðmælandi veit
alltaf hvar hann er staddur. Bókin samanstendur af löngum prósa-
ljóðum, sem jafnvel mætti kalla örsögur, þar sem unnið er með tog-
streituna milli fjalls og vegar, sveitar og borgar. Fjöllin eru stundum
vinaleg, frek, flókin eða einföld en augljóst er að við getum aldrei
komist undan þeim. Þetta er ljóst í ljóðsögunni „Fjöllin tukta þig til“
þar sem meðal annars segir:44
Fjöllin. Þessar freku þústir tukta þig til svo þú átt ekki stund-
legan frið. Þú ert hvergi óhultur og engu breytir þótt þú forðist
fjallvegi í Reykjavík, veljir troðninga milli húsaþyrpinga eða
djúpar og dimmar kjallaraholur. Fjöllin leita þig alltaf uppi,
fjöllin rata líka í kjallara og þau linna ekki látum fyrr en þú
gengur inn á stöðina með játningu upp á vasann.
Halla Gunnarsdóttir leggur líka í ferðalag í sinni fyrstu ljóðabók,
Leitin að Fjalla-Eyvindi. Þetta er stutt bók, aðeins 27 ljóð, og í flestum
þeirra er brugðið upp skyndimyndum á einföldu máli og hafa ljóðin
öll staðaheiti að yfirskrift. Ljóðmælandi ferðast víða, m.a. til Tim-
búktú, Sahara og Víetnam, hefur húmoríska sýn á viðfangsefni sitt
og miðlar máli sínu af ágætum en hefði mátt leggja meiri rækt við
myndmálið. Ljóðmælandi er hálfgerður Fjalla-Eyvindur, útlagi sem
43 Silja Aðalsteinsdóttir (2007).
44 Sigurlín Bjarney Gísladóttir (2007:30).