Són - 01.01.2008, Page 140
HELGA BIRGISDÓTTIR140
ferðast um heiminn í leit að „sjálfum sér,“ – og þá um leið friði, ást
eða frelsi. Þetta getur þó reynst erfitt, eins og lesa má um í ljóðinu
„Áttavillt“.45 Söknuður og glötuð augnablik koma fyrir víðar en
stundum virðist ljóðmælandinn láta sér aðskilnaðinn í léttu rúmi
liggja.
Árni Ibsen ferðast ekki framar. Á stöku stað með einnota myndavél kom
út nokkrum vikum áður en hann lést, en ljóðin orti hann flest árið
2006 í kjölfar veikinda sem gerðu honum ókleift að ferðast framar. Í
bókinni eru svipmyndir af stöðum héðan og þaðan úr heiminum og
ættu lesendur að kannast við marga þeirra. Byrjað er fremst í staf-
rófinu, á Akureyri þar sem mamma átti heima, og síðan er flækst um
víða veröld, m.a. til Árósa þar sem hann furðar sig „sífellt / á skúlp-
túr af / feitri gyltu og grislingum / fyrir framan ráðhúsið“46 og til
Vatíkansins, Dublin, Moskvu og fleiri staða. Sumar ferðasögurnar eru
örstuttar og óljósar, varla meira en örskotstund eins og þessi:47
ég deplaði augunum
þegar við ókum gegnum Folkstone
og bærinn hvarf á augabragði
Aðrar myndir eru ítarlegri, eins og sú af Vatíkaninu og sumar til-
finningaríkar og dapurlegar en aðrar leiftra af kímni eins og frásögnin
af brúðinni sem dröslað er inn í Hotel Admiralen í Kaupmannahöfn
þar sem hún húkir „eins og rjómaklessa / sem einhver hefur misst af
köku“.48 Að lokum dúkkar ljóðmælandi upp á krá í bænum Wirks-
worth, en „þangað koma allir / með tímanum“.49
Um hversdaginn
Sem betur fer eru kyrrlátar myndir inn á milli öflugra náttúrumynda
Gerðar Kristnýjar í Höggstað, einsog t.d. ljóðið „Vesturbær“ sem ómar
af kyrrlátri stemningunni sem einkennir Reykjavík snemma á sunnu-
dagsmorgnum:50
45 Halla Gunnarsdóttir (2007:49).
46 Árni Ibsen (2007:16).
47 Árni Ibsen (2007:50).
48 Árni Ibsen (2007:65).
49 Árni Ibsen (2007:131).
50 Gerður Kristný (2007:40).