Són - 01.01.2008, Side 145
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 145
hátt eins og Bergþóra Jónsdóttir gerir í ljóðunum „Fatapóker“ og
„Partíið búið“:31
og hausverkur!
hátimbraður
sækir mig sjúkleg þreyta
æi, elskan
farð’ út með ruslið
en gættu þín gæskur á ælunni í stiganum
Um ungskáldin og uppreisnina
Ungskáldin svokölluðu léku sér líka að hefðinni, sneru upp á og
sneru við ljóðlínum og jafnvel heilu bálkunum af þekktum ættjarðar-
ljóðum og söngvum. Ungu skáldin gengu lengra í sínum hefðarleik
en þau eldri og reyndari. Stundum minna þau þó aðeins á fyrri tíð og
þekkt ljóð og erindi, eins og Ingólfur Gíslason gerir í ljóðinu „Ég bið
að vanheilsa“ en aðrir eru stórtækari, svosem Eiríkur Norðdahl sem
í Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum! gerir heljarstóra úttekt á
„Tímanum og vatninu“. Af öðrum skáldum, sem leika sér að hefð,
bæði í gríni og alvöru, mætti einkum telja til Kristínu Svövu Tómas-
dóttur. Í ljóðunum „Klof vega menn“ og „Eia“ vegur hún að rót-
grónum stoðum í íslensku menningarlífi, Halldóri Laxness og Sigurði
Pálssyni. Allt virðist mega á þessum síðustu og verstu tímum.
Heilmikið bar á ungskáldunum þetta árið og þau gerðu margt
annað en leika sér að Jónasi og félögum hans. Nykurfólk og Ný-
hilingar fóru þar fremstir. Raunar hefur Nykur gengið í endurnýjun
lífdaga síðustu tvö árin. Ný skáld hafa gengið til liðs við félagið,
bókaútgáfa aukist og meiri samheldni er en áður og skipulagðari starf-
semi. Þetta endurspeglaðist í vellukkaðri Þórðarvöku sem haldin var
á árinu en um er að ræða einskonar uppskeruhátíðir til heiðurs Þórði
Helgasyni sem hefur verið Nykurfólki innan handar í gegnum árin.65
Fyrir utan Fjallvegi í Reykjavík sem þegar hefur verið fjallað um er vert
að minnast á fantafínar bækur Emils Hjörvars Petersens og Kára Páls
Óskarssonar, Gárungagap og Oubliette sem komu út hjá Nykri.
64 Í sumardal (2007:8).
65 Um starfsemi félagsins, félagsmenn og fleira má lesa í viðtali Eiríks Arnar Norð-
dahl (2007b) við þrjá Nykurmenn: http://tregawott.net/2007/02/06/nygerving-nyju
-nykrana-viðtal-við-vidalin-peterson-og-oskarsson/.