Són - 01.01.2008, Page 151
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 151
niðurstöðunum. Víst er að mörgum þyki nóg um hispursleysið þegar
þessar línur eru lesnar:81
Tíminn og vatnið. Púff ...
maður hefur sagt þetta svona
sjöþúsund þrjúhundruð sextíu
og tvisvar sinnum og því um að
gera að segja það einu sinni enn
...
Það er mjög áberandi í öllu
ljóðinu hve skáldið leikur sér að
andstæðum og þversögnum og
teflir saman órökréttu samhengi
hluta og hugtaka í líkingum.
Þetta er líka eitt helsta einkenni
í nútímaljóðlist
Það er fleira sem ruglar lesendur í ríminu. Ljóð á borð við „18. er-
indi“, „Óræk“, „Þögnin rennur“ og „aðgiiímnnnoTtv“ vefjast fyrir
lesendum. Þar leikur höfundur sér að forminu, útlitinu og umbrotinu
frekar en orðunum og allsendis ómögulegt er að spá fyrir um hvernig
skáldið sjálft eða lesendur túlka þau. Þetta eru ljóð sem ekki er nóg
að lesa, það þarf að horfa á þau.
Sjónrænar tilraunir eru einnig áberandi í Sekúndu nær dauðanum –
vá, tíminn líður! eftir Ingólf Gíslason. Höfundur leikur sér að hinu ytra
formi og fiktar í ritvinnsluforritinu og biður lesendur sífellt að taka
þátt, svo sem í „Kæri ljóðrýnandi“, „Hei krakkar, það er skoðana-
könnun!“ og „Hreinleikapróf“. Með bókum sínum, meðferð á ást-
sælum ljóðum, beinu ávarpi til lesandans og að því virðist kaldhæðnu
viðhorfi til ljóðsins, fanga Ingólfur og Eiríkur lesendur sína. Þetta eru
bækur sem bíta og „smita þig af ljóðæði“ eins og Ingólfur Gíslason
segir í formála bókar Eiríks.82
81 Eiríkur Örn Norðdahl (2007a:133–134).
82 Eiríkur Örn Norðdahl (2007a:5).