Són - 01.01.2008, Side 153
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 153
flæði, internetflæði. Pólitískir undirtónar grassera í verkinu auk vanga-
veltna um geðheilsu og geðveiki. Það er meira að segja skotið á önnur
skáld:87
Mesta smekkleysa sem ég hef rekist á
í íslensku ljóði
er: „ég vongóður eins og forsíða Morgunblaðsins“
úr ljóði eftir Matt-
hí-
as Johannessen
Ljóðagagnrýnandi Kistunnar er ákaflega hrifinn af Skáldið á daginn og
gengur meira að segja svo langt að lýsa bókina sjálfa vanheila á geði:
„bókin sjálf er sjúklingur og læknirinn er löngu dauður“ og síðan
hvetur hann alla til að kaupa hana strax í dag og ræður sér vart yfir
kæti, svo góð er bókin, enda sé hún „einskær opinberun um góðan
skáldskap“ og bók fyrir fólk sem „vill fá að finna fyrir því; finna fyrir
því hvað skáldskapur getur verið góður og magnaður“.88 Það eru ansi
hástemmdar lýsingar í þessari ljóðarýni en margt alveg satt.
Ljóðinu höfnum við ekki
Ljóð eru ekki um pólitík, ljóð eru pólitík. Þau eiga ekki að gelta,
heldur bíta.89
Flestar ljóðabækur ársins 2007 eru góðar bækur þar sem vandað er til
verks. Eldri og reyndari skáld eru orðvör og sum koma skemmtilega
á óvart. Gerður Kristný, Þórarinn, Sjón, Steinunn og Aðalsteinn
Ásberg bregðast ekki vonum lesenda sinna og yrkja falleg ljóð og
áhrifamikil, bæði hefðbundin og óhefðbundin. Vísanir eru tíðar í
ljóðum þeirra allra, bæði til bókmennta, annarra ljóða og sögunnar –
bæði í nútíð og fortíð. Ljóð Aðalsteins Ásbergs eru flest lágstemmd og
kyrrlát og lýsa miklum söknuði og kallast að hluta á við önnur ljóð
þessa árs sem einnig láta sig sorgina varða og þrá eftir því sem var,
hvort sem ort er um látinn ástvin eða sjálfan sig, eins og Árni Ibsen
gerir.
87 Jóhamar (2007:44).
88 Ófeigur Sigurðsson (2007).
89 Eiríkur Örn Norðdahl (2007a:6) Formáli Ingólfs Gíslasonar.