Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 18

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 18
16 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Geta má sér til að sá eða þeir sem kostuðu og sáu um þýðinguna hafi haft hagkvæmnisjónarmið í huga, að auðvelda kirkjulega útreikninga, en hafi einnig verið að fylgja þeirri tísku sem efst var á baugi í Evrópu og laga að íslenskri menningu sem þá var að öðlast sín sérkenni. Ritgerðin átti eftir að verða lærdómsmönnum í reikningi leiðarminni um aldir. ü Árið 1585 gerði Guðbrandur Þorláksson, valdamesti maður sinnar tíðar, kort af Íslandi sem byggt var á vísindalegri þekkingu hans en þjónaði hagnýtum markmiðum: Að stuðla að öruggum siglingum til landsins og þar með menningarlegum samskiptum við Evrópu. ü Árið 1822 bauð Björn Gunnlaugsson sig fram og var ráðinn stærðfræði- kennari að Bessastaðaskóla. Opinberar ástæður fyrir því að auka veg stærðfræði við skólann voru að tryggja stúdentum aðgang að Hafnarháskóla en rök Björns hnigu að hagnýtingu og menntunargildi stærðfræðinnar. ü Árið 1877 var kunnáttu í stærðfræði ekki lengur krafist til aðgangs að Hafnarháskóla. Þá voru borin fram efnahagsleg rök, að of dýrt væri að skipta Lærða skólanum í stærð- fræðideild og máladeild, til þess væri hann of fámennur, og yfirvöld völdu máladeildarleiðina. Enginn stærð- fræðingur starfaði þá við skólann til að halda fram menntunarlegum eða hagnýtum sjónarmiðum um stærð- fræðimenntun. Menntun í stærðfræði dróst saman og lá í láginni um fjögurra áratuga skeið. ü Stærðfræðideild við Menntaskólann í Reykjavík var stofnuð árið 1919 fyrir hvatningu verkfræðinga og dr. Ólafs Daníelssonar. Opinberar ástæður voru að tryggja stúdentum undirbúning undir verkfræðinám, þ.e. hagnýts eðlis. Rök dr. Ólafs voru á hinn bóginn aðallega menntunar- og menningarleg og sneru að einstaklingnum, að venja nemandann á nákvæmni í hugsun og hugkvæmni um leið. ü Um miðjan sjöunda áratug 20. aldar, þegar nýstærðfræðin var innleidd, voru opinber rök þau að menntunin leiddi til efnahagslegra og félagslegra framfara. Rök forvígismannanna, Guðmundar Arnlaugssonar og Björns Bjarnasonar, voru væntingar um að hin nýju hugtök myndu leiða til aukins skýrleika og skilnings á stærðfræðinni. Sé litið yfir þessa samantekt má greina þær þrennar ástæður fyrir stærðfræðimenntun sem Niss taldi fram; þ.e. hinar menningarlegu, efnahagslegu og einstaklingsbundnu ástæður. Stærðfræðimenntun hefur eflst þegar saman hafa farið hugsjónir menntamanna, stærð- fræðinga og kennara um betri skilning á stærðfræði og árangursríkara nám og vonir ráðamanna um að efnalegur ávinningur sé í sjónmáli, svo sem nákvæmt tímatal, greiðari siglingar með bættri kortagerð, aukin verkkunnátta með bættum aðgangi að verkfræðinámi eða væntingar um efnahagslegar og félagslegar framfarir. Síst verður greind þriðja ástæða Niss, varðveisla stærðfræðinnar sjálfrar sem menningararfs heimsins. Ritgerðin Algorismus varð sá hluti þess arfs sem Íslendingar kynntust. Hinnar fornu bókar Frumatriða (Heath, 1956) eftir gríska stærðfræðinginn Evklíð (um 300 f.Kr.) er hins vegar sjaldan getið í fornum ritum. Hún hefur þó verið nefnd farsælasta kennslubók sögunnar og var lengi önnur á lista yfir mest seldu bækur heims, næst á eftir Biblíunni (Singh, 2006: 87). Algorismus varð Íslendingum líkt og staðgengill Frumatriða sem leiðarminni um stærðfræðiarfinn forna. Sagan sýnir að einstaklingar, frumkvöðlar, geta skipt sköpum um framvindu mála. Einstaklingar hafa haft frumkvæði og mótað Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.