Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 41

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 41
39 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Að kenna í ljósi fræða og rannsókna Hafþór Guðjónsson Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein er athyglinni beint að tengslum fræða og skólastarfs. Útgangspunkturinn er fyrirhuguð lenging kennaranáms á Íslandi og aukin áhersla á fræði og rannsóknir í því sambandi. Kennaraháskólinn stefnir að því að íslenskir kennarar verði í framtíðinni færir um að starfa í ljósi fræða og rannsókna. Á hinn bóginn má ljóst vera að kennarar eru almennt ekki í þessum farvegi. Þeir starfa frekar í ljósi alþýðlegra viðhorfa til náms sem eiga sér djúpar menningarlegar og sögulegar rætur. Höfundur er sammála stefnu Kennaraháskólans og telur brýnt að skólastarf framtíðarinnar markist meir af rannsóknum og minna af gömlum hefðum. Hins vegar bendir hann á, með tilvísunum í rannsóknir, að hér sé við ramman reipa að draga. Það lítur út fyrir að kennaraskólar almennt hafi fremur lítil áhrif á forhugmyndir kennaranema um skólastarf. Eigi að takast að hreyfa við kennaranemum, segir höfundur, verða þeir sem starfa við þessa skóla að skoða vandlega eigin viðhorf til skólastarfs og þróa með sér nýja og áhrifameiri starfshætti. Nýtt skipulag náms við Kennaraháskóla Ís- lands er nú komið til framkvæmda. Ef svo fer fram sem horfir má gera ráð fyrir að sífellt fleiri stúdentar við skólann ljúki meistaragráðu (M. Ed.) áður en þeir hefja störf. Þessi lenging á kennaranáminu er í samræmi við þróun sem nú á sér stað í Evrópu og byggir á svonefndu Bologna-samkomulagi sem er tilraun til að samræma uppbyggingu háskólanáms samkvæmt formúlunni 3+2+3, þ.e. þriggja ára bakkalárnám, tveggja ára meistaranám og þriggja ára doktorsnám. Nú er markmið þessara breytinga í sjálfu sér ekki að lengja námið heldur að „efla þá starfsmenntun sem Kennaraháskóli Íslands veitir“ eins og það er orðað í samþykkt háskólaráðs frá 21. desember 2004: Stefna Kennaraháskóla Íslands 2005–2010. Þar segir ennfremur: Kennaraháskóli Íslands telur sér skylt að efla hæfni nemenda sinna til að annast menntun, þjálfun, uppeldi og umönnun fólks á öllum aldri. Viðfangsefni þeirra sem sinna þessum störfum hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum vegna víðtækra samfélagsbreytinga. Jafnframt því hafa kröfur um fagmennsku og gæði orðið áberandi í stefnumörkun um menntun á þessu sviði, bæði hér á landi og erlendis. Kennaraháskólinn hyggst ráðast í breytingar á skipulagi námsins, bæði grunnnáms og framhaldsnáms, í þeim tilgangi að auka gæði námsins og bregðast við breyttum samfélagsaðstæðum. (Bls. 4) Augljóst má vera að það á ekki bara að lengja námið. Það á að efla gæði námsins og bregðast þannig við kröfum samtímans. En hvernig? Í kafla sem ber yfirskriftina „Innihald náms – gæðakröfur“ segir: Litið er á námið sem rannsóknartengt starfsnám og ætlast til að þrír samtvinnaðir þræðir gangi í gegnum öll námskeið: a) tengsl við rannsóknir, b) tengsl við vettvang og c) áhersla á sköpun og miðlun. (Bls. 6; áherslur upphaflegar) Þessir þrír þræðir eru síðan útlistaðir stuttlega. Um fyrsta þráðinn, tengsl við rannsóknir, segir í samþykktinni: Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007, 39–56 Hagnýtt gildi: Í þessari grein er gengið út frá því að viðhorf kennara til skólastarfs móti að einhverju leyti starfshugmyndir þeirra og starfshætti. Greinin snýst að mestu leyti um slík viðhorf. Taki menn (þeir sem starfa við að mennta kennara) mark á henni er ekki loku fyrir það skotið að þeir fari í kjölfarið að rýna í eigin starfshætti með örlítið gagnrýnni augum en áður. Gerist þetta öðlast greinin hagnýtt gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.