Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 62
60
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
brautskráðist úr þeirri deild 121 kennari, 111
karlar og 10 konur, en það réð þó ekki bót á
kennaraskortinum (Lýður Björnsson, 1984).
Það er athyglisvert að í Flensborgarskólanum
var megináhersla á æfingakennslu og samningu
ritgerða.
Frumkvöðullinn Guðmundur Finnbogason
vann mikið starf í skólamálum landsins í
upphafi síðustu aldar með rannsóknum sínum,
skrifum og fyrirlestrum. Árið 1901, þegar
Guðmundur brautskráðist með meistarapróf
frá Hafnarháskóla, óskuðu alþingismenn eftir
því að hann setti fram tillögur að uppeldis-
og menntunarmálum þjóðarinnar (Brynleifur
Tobíasson, 1944) og veittu honum styrk til
tveggja ára til að kynna sér þau mál erlendis.
Tveimur árum síðar, árið 1903, veitti
Alþingi Guðmundi aftur styrk til að kynna sér
alþýðufræðslu og menntunarástand í landinu.
Guðmundur sendi spurningar til prófasta og
presta og leitaði upplýsinga um nemendur,
námsgreinar, bækur og áhöld, kennslustaði,
ferðir nemendanna og um kennarana. Hann
spurði um nöfn þeirra og aldur, hjúskaparstöðu,
um menntun, hvar og hve lengi þeir hefðu
kennt og hvaða atvinnu þeir stunduðu auk
kennslunnar. Loks spurði hann um laun þeirra
úr sveitarsjóði og frá aðstandendum nemenda
og árstekjur af annarri vinnu. Fram kom í
könnun Guðmundar að alls kenndu þá á landinu
um 415 manns, 321 karl og 94 konur, 62%
þessa fólks voru ógift. Margt var fólkið mjög
ungt og stundaði kennsluna fyrst og fremst
sem aukavinnu. Fáir kennaranna, eða aðeins
24 (6%) höfðu gengið í kennaraskóla, um
þriðjungur, eða 134 (34%), voru sjálfmenntaðir,
alls 88 (21%) höfðu gengið í gagnfræðaskóla
og þá höfðu 54 (13%) af kvenkennurunum
gengið í kvennaskóla og 43 (10%) kennaranna
voru búfræðingar (Guðmundur Finnbogason,
1905). Guðmundur komst að þeirri niðurstöðu
að barnafræðslan væri langt frá því að vera
í viðunandi horfi og efaðist um að þeir sem
sinntu kennslu byggju yfir þekkingu og leikni
í þeim kennsluaðferðum sem til þyrfti. Flesta
sem stunduðu kennslu skorti þann undirbúning
sem talinn var nauðsynlegur með öllum
menntaþjóðum. Hann komst einnig að því
að fólk með einhverja kennaramenntun hvarf
oft til annarra starfa vegna þess hve illa var
búið að kennurum og launin lág. Guðmundur
Finnbogason vann síðan að gerð lagafrumvarps
um skólaskyldu barna sem tók gildi 1907.
Það gekk ekki þrautalaust að stofna eigin-
legan kennaraskóla á Íslandi. Á árunum 1895–
1907 voru hvað eftir annað flutt frumvörp um
kennaraskóla en þau felld hvert af öðru, ýmist
vegna deilna um staðsetningu kennslunnar
eða að þeim rökum var beitt að nógu margir
fengjust við barnakennslu og skólinn yrði of
dýr fyrir landið og kennaraefnin. Lagasetningin
frá árinu 1907 um skólaskyldu barna jók samt
þörfina fyrir sérstakan kennaraskóla og tók
Kennaraskóli Íslands til starfa haustið 1908
sem þriggja vetra skóli. Í vígsluræðu fyrsta
vetrardag 1908 sagði séra Magnús Helgason,
fyrsti skólastjóri skólans, að Íslendingar hefðu
lengi þurft að bíða eftir skólanum, líklega
lengur en nokkur önnur þjóð sem menntuð
væri talin (Magnús Helgason, 1934). Jónas
Pálsson (1987), fyrrum rektor Kennaraháskóla
Íslands, segir að markmið skólans og útfærslur
hafi ekki verið margbrotnar en fallið að því
þjóðfélagi sem með þeim átti að rækta.
Um og eftir miðja tuttugustu öldina önnuðust
nokkrir aðrir skólar kennaramenntun fyrir
kennslu á grunnskólastigi. Kennaramenntun
mátti stunda við Handíða- og myndlistaskóla
sem stofnaður var 1940, Húsmæðraskóla
Íslands og Íþróttakennaraskólann á Laugar-
vatni sem báðir tóku til starfa 1942 og Tón-
listarkóla Reykjavíkur sem útskrifaði fyrstu
tónlistarkennarana árið 1959.
Upp úr 1940 fór þúsund ára bændasamfélag
á Íslandi að riðlast verulega, þótt rekja megi
upphaf þess rofs allt til síðari hluta 19. aldar.
Atvinnuhættir breyttust, þéttbýlið dró að
sér vinnuafl úr sveitum og borgarsamfélag
í þéttbýli var að verða til. Eftir að
heimstyrjöldinni lauk 1945 fór fólki með
langskólamenntun fjölgandi og það kom til
landsins með ný viðhorf og breytta félagslega
sýn. Áhrif þessara strauma á starfsmenntun
kennara koma fram í lögum um menntun
Að styrkja haldreipi skólastarfsins