Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 143

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 143
141 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi skólans sem þurfa að þjóna öllum nemendum og taka þarf fullt tillit til uppruna, hæfni og getu allra barna (Ainscow, 1991; Ainscow og Hart, 1992; Kristín Aðalsteinsdóttir, 1992; Ramasut, 1989). Hvert barn hefur sín einkenni sem greinir það frá öðrum börnum, hvert barn býr yfir sínum hæfileikum og persónueinkennum. Það er ekki einungis geta þeirra og hæfni sem er ólík heldur einnig reynsla þeirra, áhugi og viðhorf. Öll börn hafa sömu grunnþarfir en þroskast með ólíkum hætti og afla sér þekkingar með ýmsu móti (Boland, Letschert, Stevens og Veen, 1999; Tomlinson, 1995). Nemendur temja sér ákveðnar námsvenjur og þær geta meðal annars farið eftir ólíkum uppruna þeirra og menningu (Davidman og Davidman, 2001). Í umræðunni um skóla án aðgreiningar hefur mikil áhersla verið lögð á að öll börn fái jöfn tækifæri til að þroska persónulega hæfni sína og getu, hvert á sínum forsendum, sem felur í sér mikla skuldbindingu af hálfu skóla. Rannsóknir sýna að ef nemendur þekkja vel uppruna sinn eflir það sjálfsvirðingu og dregur úr fordómum. Slík þekking er til þess fallin að auka umburðarlyndi gagnvart öðrum og eyða fordómum og hatri; kunnáttan leiðir til aukinnar víðsýni og hæfileika til að taka þátt í fjölmenningarlegu lýðræðisþjóðfélagi (Davidman og Davidman, 2001; Tiedt og Tiedt, 2002). Gay (2000) heldur því fram að markmiðum í námi nemenda af erlendum uppruna verði aðeins náð ef tekið er tillit til þess sem þeir hafi fram að færa, bæði sögulega og menningarlega og litið sé til kringumstæðna þeirra eins og þær blasa við hverju sinni. Davidman og Davidman (2001) segja að til þess að svo megi verða þurfi kennarar að virða bæði einstaklinginn og þann félagslega hóp sem hann tilheyrir. Pollard og Tann (1993) telja að slík vitneskja auki öryggi kennara við val á viðfangsefnum og geti stuðlað að innihalds- og árangursríkari samskiptum milli heimilis og skóla. Viðhorf kennara og það umhverfi sem þeir skapa nemendum skiptir miklu máli. Kennarar eru í lykilstöðu og geta ráðið miklu um hvernig skólaganga nemenda fer fram. Þeir geta dregið úr fordómum með fjölmenningarlegri kennslu. Það gera þeir með markvissu skipulagi, góðri fyrirmynd, vali á viðeigandi námsefni, jöfnum tækifærum nemenda og samskiptum sem viðurkennd eru í lýðræðissamfélagi (Ainscow, 1999; Banks, 2002; Davidman og Davidman, 2001; Lawrence-Brown, 2004). Nám og kennsla Markmið fjölmenningarlegrar kennslu er að stuðla að því að öll börn verði umhyggjusamir, ábyrgðarfullir og virkir einstaklingar í þjóð- félaginu sem þeir búa í (Banks, 2002). Fjöl- menningarleg menntun felur í sér ákveðna hugsun og viðhorf. Kennarar þurfa sífellt að spyrja sig hvort kennslan og hugsunin að baki henni sé fjölmenningarleg og örvi nemendur til að þróa og þroska með sér hugsun sem gerir þá færa um að taka þátt í fjölmenningarlegu, lýðræðislegu þjóðfélagi (Davidman og Davidman, 2001). Menntun felur í sér aðstoð við hvern nemanda svo hann megi þroska með sér jákvæða sjálfsvirðingu og samhygð með öðrum og sanngjörn tækifæri fyrir alla (Tiedt og Tiedt, 2002). Nám er virkast þegar það á sér stað í samhengi við það sem nemendur áður þekkja og þegar um hæfilega áskorun eða hæfilega erfitt námsefni er að ræða. Börn þurfa ögrandi viðfangsefni en þegar nám verður þeim óyfirstíganlegt verður það ógnun. Það sama á við um námsumhverfið, það verður að vera tilfinningalega öruggt. Fjandsamlegt námsumhverfi eða of erfið viðfangsefni valda börnum óöryggi, þau geta fundið fyrir höfnun og athygli þeirra beinst að sjálfsvörn og undanhaldi fremur en námi (Tomlinson, 1999). Því er mikilsvert að búa börnum öruggt en ögrandi námsumhverfi; nám sem fléttar saman námslega og félagslega þætti og styður við alhliða þroska. Markmið fjölmenningarlegrar kennslu eru uppeldisleg og félagsleg ekki síður en námsleg. Leitast þarf við að þroska fjölmenningarlega vitund og jákvæð tengsl milli nemenda, hvort sem nemendahópurinn er einsleitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.