Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 130

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 130
128 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 greining þeirra og leiðbeiningarsamtöl kjarninn í þróunarverkefninu. Hér á eftir eru dæmi af tveimur starfsmönnum, leiðbeinanda og leikskólakennara, sem lýsa þróun samskipta- og kennsluaðferða meðan á rannsókninni stóð. Dæmin eru lýsandi fyrir ferlið sem margir gengu í gegnum á tímabilinu. Eydís leiðbeinandi Eydís hafði að baki áratuga starfsreynslu í leikskóla. Upptökur sem athugaðar voru sérstaklega með henni flokkuðust allar undir skipulagðar aðstæður þar sem stjórnin var að mestu í höndum Eydísar. Í öllum upptökunum ríkir góður andi milli Eydísar og barnanna og sýnir hún þeim áhuga og hlýju. Hún beitir látbragði, horfir í augu barnanna, nefnir nöfn og strýkur vanga þeirra mjúklega til þess að ná sambandi við þau. Fyrsta upptakan fer fram í söngstund með fimm börnum. Eydís stjórnar söngnum af mikilli innlifun. Börnin velja lögin sem sungin eru. Eydís og börnin hreyfa sig með söngvunum og virðast flest börnin njóta stundarinnar. Í annarri upptökunni situr Eydís á stól fyrir framan fimm börn sem sitja á gólfinu, þar af er eitt barnið af erlendum uppruna. Hún fylgir fyrirfram ákveðnum söguþræði og beitir leikrænum tilþrifum við söguna. Söguþráðurinn virðist nokkuð flókinn og fjallar um ferðalag í frumskóginn. Börnin brosa þegar spenna er í sögunni enda tjáir sögumaður það ríkulega með látbragði. Stjórn stundarinnar og frumkvæði er að miklu leyti í höndum Eydísar. Hún tekur lítið tillit til viðbragða og frumkvæðis barnanna og eiga þau í nokkrum erfiðleikum með að tengja söguna við reynsluheim sinn. Það kemur t.d. glögglega fram þegar söguhetjan fer í sund, þá lifnar yfir börnunum sem augsýnilega hafa reynslu af sundferðum. En þau fá ekki tækifæri til að leggja af mörkum til sögunnar því Eydís heldur áfram með hana. Erlenda stúlkan horfir út í loftið og iðar öðru hverju. Sagan gaf mun meira tilefni til hreyfingar en raun bar vitni og hreyfðu börnin einungis efri hluta líkamans. Í þriðju upptökunni les Eydís sögu fyrir fimm börn sem sitja við borð, þar af er eitt barn af erlendum uppruna. Eydís gæðir söguna lífi með leikhljóðum og hvetur börnin til að gera slíkt hið sama. Hún fylgist vel með viðbrögðum og frumkvæði þeirra og fá þau tækifæri til að tjá sig um söguna og tengja við eigin reynslu. Eydís leitast við að fylgjast með hvort börnin nái söguþræðinum og endurtekur í einfaldari orðum það sem fram kemur í bókinni. Þegar lestrinum lýkur endurtekur hún söguna með hjálp barnanna og beinir sérstakri athygli að stúlkunni sem er af erlendum uppruna. Þær breytingar og þróun sem greina má í þessum þremur myndbandsupptökum hjá Eydísi er að dregið hefur mjög úr stjórn hennar, sem var áberandi í fyrstu upptökum. Hún þróaði aðferðir sínar í áttina að því að fylgja eftir frumkvæði og styrk barnanna, staðfesta athafnir þeirra jákvætt og mæta þeim þar sem þau voru stödd. Jónas leikskólakennari Jónas hefur tæplega tíu ára reynslu sem deildarstjóri í leikskólanum. Upptökurnar þrjár sem athugaðar voru fóru fram á tveimur deildum. Jónas var fyrra árið deildarstjóri á deild fyrir 2−3 ára börn og tók við deildarstjórn á elstu deildinni seinna árið sem þróunarverkefnið stóð yfir. Upptökurnar voru allar teknar í hálfskipulögðum aðstæðum. Í fyrstu upptökunni voru börnin nýkomin inn eftir útivist og var athyglinni beint að samskiptum Jónasar við börnin á salerni. Í annarri upptöku spilar Jónas teningaspil við börnin og í þriðju upptöku beinir hann sjónum að tveimur drengjum sem leika saman á gólfi. Í öllum upptökunum kemur fram góður andi og hlýja í samskiptum Jónasar og barnanna. Hann gefur börnunum góðan tíma og orðar athafnir þeirra. Hann ræðir um hugmyndir þeirra og færir umræðuefnið í víðara samhengi. Jónas beitir rödd sinni, bæði til að skapa spennu og eftirvæntingu hjá börnunum og í þeim tilgangi að ná athygli þeirra. Einnig notar hann leikhljóð og leikmál í samskiptum sínum við þau þegar börnin eru að leik. Jónas sýnir færni í samskiptum. Það sést glögglega í fyrstu upptöku sem fór fram á salerninu á yngri Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.