Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 127
125
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
tíma sem þróunarverkefnið stóð yfir. Þegar
starfsfólk valdi að beina myndbandsupptöku
að samskipum sínum við tiltekin börn voru
þau í flestum tilvikum talin eiga í erfiðleikum
með hegðun eða samskipti. Á deild D voru
langflestar upptökur gerðar vegna ákveðinna
barna og þar af tæplega fjórðungur vegna barna
af erlendum uppruna. Leiðbeinendur ræddu
óöryggi sitt í tengslum við aðstæður þar sem
þeim væri ætlað að beita formlegri þekkingu
á uppeldis- og kennslufræðum. Leiðbeinandi
sem valdi námsaðstæður tilviljanakennt
sagði eftirfarandi: Spái ekki í þetta. Þetta er
lýsandi fyrir orðræðu leiðbeinenda í upphafi
verkefnisins og í samræmi við þá niðurstöðu
Barnett (2004) að leiðbeinendur skapi síður
markviss tækifæri til að efla félagsfærni barna
en kennarar.
Í viðtölunum kom fram að nær allt starfsfólkið
sem tók þátt í verkefninu frá upphafi sagðist
hafa styrkst smátt og smátt í samskiptum
við börnin fyrir tilstuðlan þróunarverkefnisins.
Þetta er hliðstætt því sem fram kom í rannsókn
Dinsen og Rasmussen (2000) og Drugli (1994).
Tveir starfsmenn sem voru nýir í starfi töldu að
þróunarverkefnið hefði ekki breytt neinu fyrir
þá í samskiptum við börnin.
Valdboð, reglufesta og hlýja
Í viðtölum og myndbandsupptökum í upphafi
verkefnisins birtist mismunandi uppeldissýn
starfsfólks. Gögnin sýna að um miðbik þess
jókst skörun milli uppeldissýnar leiðbeinenda
og leikskólakennara. Í lok verkefnisins
kom í ljós að verkefnið hafði nýst bæði
leikskólakennurum og leiðbeinendum en með
ólíkum hætti. Hugmyndir um eigin samskipta-
og kennsluaðferðir breyttust og þróuðust í
samhengi við þá þekkingu sem þeir bjuggu yfir
þegar lagt var upp. Í viðtölunum í upphafi, um
miðbik og í lok verkefnis birtust þemu sem sjá
má á 3. töflu.
Á 3. töflu sést að í upphafi verkefnisins
einkenndust hugmyndir leiðbeinenda um
uppeldi og menntun barnanna af valdboði,
reglufestu og hlýju. Til að lýsa nánar hvað
2. tafla. Val á upptökuaðstæðum (fjöldi)
Deildir og
aldur barna Deildarstjórn
Tilviljun
réð vali
Vegna ákveðins
barns/barna,
t.d. erlendur
uppruni
Börnin
velja
leikefni
Kenna,
læra, þróa
samskiptin
Samtals
upptökur
A 2-3 ára Leiðbeinandi 14 4 4 22
B 3-4 ára Kennari+leiðb. 5 1 14 20
C 1-3 ára Kennari 8 4 1 7 20
D 2-3 ára Kennari 2 22 24
E 3-4 ára Kennari 2 7 10 19
F 5 ára Leiðb.+kennari 2 11 7 20
Fjöldi alls 28 50 9 38 125
3. tafla. Þemu í viðtölum við starfsfólk
Í upphafi verkefnis Um miðbik verkefnis Í lok verkefnis
Leiðbein.
Valdboð,
reglufesta
og hlýja.
Leiksk.kenn.
Lýðræðislegt
barnmiðað
uppeldi.
Leiðbein.
Lýðræðislegar
aðferðir, aukin
áhersla á getu
barna. Breyta
tengslum við
börnin.
Leiksk.kenn.
Nota verk-
efnið til að
þróa fagleg
vinnubrögð
í sértækum
aðstæðum.
Leiðbein.
Nota sterku
hliðar barnanna
til að efla
samskiptin.
Leikurinn í
öndvegi.
Leiksk.kenn.
Aukin áhersla á
að nota verkefnið
við sértækar
aðstæður og til
að skipuleggja
nám barnanna.