Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 52

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 52
50 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Þegar Korthagen og félagar hans tala um raunhæfa kennaramenntun (realistic teacher education) eru þeir, að eigin sögn, að feta í fótspor Hans Freudenthal, sem er velþekktur hollenskur stærðfræðingur og þróaði nýja teg- und stærðfræðimenntunar, svonefnda raun- hæfa stærðfræðimenntun (realistic mathematics education) sem borist hefur víða um lönd, m.a. til Íslands. Kjarninn í hugsun Freudenthal er að stærðfræði sé ekki „sköpuð grein“ (a created subject) heldur „grein til að skapa“ (a subject to be created). Að læra stærðfræði felur þá í sér að skapa sinn eigin stærðfræðiheim út frá eigin reynslu og með hliðsjón af því sem aðrir hafa hugsað en ekki með því að læra reglur og aðferðir (til dæmis „að taka til láns“) og beita þeim síðan (meira og minna hugsunarlaust). Hugmynd Freudenthals felur í sér áherslu á vitsmunalegan þroska: að börn þroski með sér stærðfræðilega hugsun en treysti ekki í blindni á aðferðir sem aðrir rétta þeim. Á svipaðan hátt byggir raunhæfa líkanið um kennaramenntun á þeirri hugmynd að kennaranemar þroski með sér sína eigin kennslufræði í stað þess að taka við því sem aðrir rétta að þeim. Eitthvað sem maður þroskar með sér (í gegnum athafnir og umræður) verður manni frekar að vopni en kennisetningar sem maður reynir að muna. Það verður manni að vopni vegna þess að það er hluti af manni sjálfum – heimfærð (embodied) þekking. Kennaranám og tungutak Hvernig kennarar vinna með nemendum sínum mótast vitaskuld af því hvaða hugmyndir þeir (kennararnir) gera sér um nám og þetta á við um kennara á öllum skólastigum, líka þá sem kenna í kennaraskólum. Síðustu tvo áratugina hefur hugsmíðahyggja orðið mjög áberandi í mörgum kennaraskólum, nánast ríkjandi viðhorf. Hugsmíðahyggja birtist í ýmsum myndum. Ein þeirra er persónuleg hugsmíðahyggja, ættuð frá Piaget. Samkvæmt henni skapar einstaklingurinn sinn eigin þekkingarheim úr þeirri reynslu sem hann verður fyrir og þeim athöfnum sem hann tekur þátt í. Annað afbrigði er svokölluð félagsleg hugsmíðahyggja, ættuð frá Vygotsky. Hún gefur sér að þekkingarheimur einstaklingsins verði til í samskiptum við annað fólk; að við þróum hugmyndir okkar og hugsun í samspili við aðra, til dæmis með því að taka þátt í umræðum. Með því að taka þátt í umræðum tileinkum við okkur orð og talshætti sem verða efniviður í hugsun okkar. Grunnhugsun Vygotskys og fylgismanna hans er að maðurinn lifi í tvöföldum heimi, annars vegar í heimi hlutanna, hins vegar í menningarheimi: heimi tákna, hugtaka og hugmynda (Cole, 1996). Að læra er í grundvallaratriðum að finna sér stað í menningarheiminum, tileinka sér þau tákn og þau hugtök sem þar bjóðast og ná þannig tökum á tilverunni ef svo má að orði komast. Í daglegu lífi gerist þetta yfirleitt sjálfkrafa og ómeðvitað. Barnið drekkur í sig orð og talshætti þess fólks sem það lifir með og þessi orð og talshættir og hugmyndir verða bæði gleraugu þess og verkfæri. Það skynjar heiminn með þessum orðum og talsháttum og það gengur til verka og nálgast viðfangsefni sín með þeim. Meðal þess sem fólk drekkur í sig úr menningunni eru talshættir og hugmyndir um þekkingu, nám og kennslu. Bruner (1996) vekur athygli á þessu, bendir á kennarann í skólastofunni og telur að vonlaust sé að skilja athafnir hans nema með því að taka inn í myndina það menningarlega samfélag sem hann lifir í. Ef grannt er að gáð, segir hann, kemur í ljós að kennarinn sækir yfirleitt ekki hugmyndir sínar og viðhorf í kenningasjóði fræðanna heldur í menningu þess samfélags sem hann er hluti af. Í samfélaginu er talað um skólastarf á ákveðna vegu og þetta tungutak mótar hugsun fólks, jafnvel svo sterkt að það sér ekki aðra möguleika: svona er þetta bara! Að mínu mati erum við þarna komin að ákveðnu lykilatriði í sambandi við kennaramenntun – og kannski menntun yfir höfuð. Kennaraneminn – rétt eins og annað fólk – er afsprengi þeirrar menningar sem hefur fóstrað hann. Þegar hann byrjar í kennaranámi hefur hann tileinkað sér ákveðna talshætti og ákveðnar hugmyndir um flest sem lýtur að Að kenna í ljósi fræða og rannsókna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.