Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 72

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 72
70 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 um rannsóknir við háskólann. Auk þess að leggja sérstaka áherslu á eflingu rannsókna almennt skal hugað að aukinni samvinnu um rannsóknir, nánari rannsóknartengslum kennara og nemenda, öflugri tengslum við fræðsluyfirvöld, skóla og atvinnulíf, aukinni rannsóknarvirkni kennara, þverfaglegum rannsóknum og að því að fara nýjar leiðir við fjármögnun. Í stefnumörkuninni kemur fram að mikilvægt sé að veita þeim stuðning sem eru að taka sín fyrstu skref við rannsóknir og gera kennslutilraunum og gerð kennsluefnis hærra undir höfði en verið hefur (Kennaraháskóli Íslands, 2004). Starf skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri hefur verið öflugt á síðustu árum og birtist það m.a. í fjölmennum ráðstefnum, öflugu þróunarstarfi, ráðgjöf við einstaka skóla og fyrirlestrum um margvísleg málefni. Í skýrslu kennaradeildar um nýskipan kennaramenntunar segir að mikilvægt sé að kennaradeild Háskólans á Akureyri auki samvinnu og þverfaglegar rannsóknir til að víkka rannsóknarsviðin, en til þess að það megi verða þurfi að efla fjármögnun rannsóknarverkefna. Þá þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk skólaþróunarsviðs og starfsmannastefnu þess og efla gagnvirk tengsl kennara og nemenda í framhaldsnámi (Háskólinn á Akureyri, 2005). Skortur á þessum tengslum hefur verið veikur hlekkur en þeim ætti að mega koma á með leiðsögn við verkefnavinnu nemenda (Guðmundur Heiðar Frímannsson, 2005; Trausti Þorsteinsson, 2005). Kennaraháskólinn og kennaradeild Háskól- ans á Akureyri eiga við það vandamál að stríða að kennarar kenna mikið. Þetta getur komið niður á rannsóknarstarfi þeirra og styrkir til rannsókna eru lágir. Allyson Macdonald (2005) segir óánægju ríkja með þetta ástand sem geti hindrað öfluga vísindamenn innan háskólanna. Hins vegar virðist sem nýtt stigamat við launaútreikning fyrir kennslu sem tekið var upp árið 2001 gefi sveigjanleika og auðveldi kennurum að skipuleggja tíma sinn; ætti það að geta leyst að nokkru þennan vanda. Í heildarmatinu á kennaramenntuninni er talað um að upplýsingatækni þurfi að vera þáttur í allri þjálfun háskólakennara, en háskólarnir virðast hafa lagt meiri áherslu á að þjálfa nemendur en kennara. Anna Ólafsdóttir og Ásrún Matthíasdóttir (2004) könnuðu notkun upplýsinga- og samskiptatækni í þremur háskólum í landinu í upphafi árs 2003. Niðurstöður þeirra sýna að fram til þess tíma er könnun þeirra var gerð hafi upplýsingatæknin fyrst og fremst verið nýtt af kennurum til að styðja við ríkjandi náms- og kennsluhætti. Hið sama kom fram í fyrri könnun Önnu Ólafsdóttur (2003). Anna Ólafsdóttir (2003) lagði einnig mat á notkun upplýsinga- og samskiptatækni við Háskólann á Akureyri. Hún segir að fjarnámið, þar sem nemendahópum hafi verið boðið upp á nám víðsvegar um landið í samstarfi við fræðslu- og símenntunarstöðvar með myndfundabúnaði, hafi verið helsti vaxtarbroddurinn í þróun Háskólans á Akureyri. Fyrirkomulag námsins hefur leitt til myndunar námssamfélaga á fjarkennslustöðunum og þannig stutt nemendur í námi. Notkun upplýsinga- og samskiptatækni er orðin almenn meðal kennara og gefur fyrirheit um áframhaldandi þróun, þótt enn sé hún að mestu nýtt við hefðbundnar náms- og kennsluathafnir, við úrvinnslu námsefnis og verkefna. Jafnframt kemur fram að nemendum eru vel ljósir þeir möguleikar sem upplýsinga- og samskiptatækni veitir í námi. Um langa hríð hefur fólkið í landinu, vegna búsetu sinnar, ekki haft jafnan aðgang að menntun. Fjarnámið er leið til að tryggja fólki jafnari tækifæri til menntunar. Segja má að breytt menntastefna hafi í raun verið stór þáttur í byggðastefnu síðasta áratuginn, því með aukinni fjárfestingu í fjarnámi er verið að færa menntun nær landsbyggðinni. Í úttekt Rannsóknamiðstöðvar Íslands og menntamálaráðuneytisins (2005) á rannsóknum á sviði fræðslu- og menntamála segir að skilyrði til rannsókna í háskólum á Íslandi séu að breytast. Unnið er að stefnumótun og forgangsröðun til að styrkja rannsóknir á landsvísu. Efling samkeppnissjóða og Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.