Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 15

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 15
13 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Umræður hófust um tengsl tæknilegra framfara og stærðfræðiþekkingar. Ágúst H. Bjarnason sagði í blaði sínu Iðunni 1919: Við eigum fyrir höndum að erja stórt og örðugt land og gera okkur það undirgefið. Við eigum eftir að beisla fossa okkar til þess að leiða ljós og yl yfir landið, til þess að vinna áburð úr loftinu og knýja allar vélar okkar. Hér þarf sérfræðing á hverju strái; en enginn kann neitt í þeim efnum, sem okkur vanhagar mest um ... Og þó fyllumst við belgingi og yrkjum kvæði á kvæði ofan um eigin yfirburði og ágæti ... (Ágúst H. Bjarnason, 1919: 80). Stærðfræðin kennir manni að hugsa skarpt og ákveðið án nokkurra vafninga ... (83). Þar kom að stærðfræðideild var stofnuð við Menntaskólann í Reykjavík. Mestu munaði um rök menntamannanna Ágústs H. Bjarnasonar og þeirra félaga Þorkels Þorkelssonar, síðar veðurstofustjóra, og stærðfræðingsins dr. Ólafs Daníelssonar. Ólafur hafði flutt heim með magisterspróf í stærðfræði árið 1904, en ekki fengið kennslu við Menntaskólann. Hann ritaði kennslubók í reikningi árið 1906, Reiknings- bók, sem átti eftir að hafa mikil áhrif, kenndi við Kennaraskólann frá stofnun hans árið 1908 og varði doktorsritgerð við Hafnarháskóla árið 1909 (Guðmundur Arnlaugsson og Sigurður Helgason, 1996). Þeir Ólafur og Þorkell beittu sér fyrir aukinni stærðfræðikennslu, annaðhvort í sérstökum skóla eða með stofnun stærðfræðideildar, og þeim varð að ósk sinni árið 1919. Rök yfirvalda voru enn sem fyrr af hagnýtum toga, að sjá landinu fyrir fleiri verkfræðingum, en dr. Ólafur hafði aðra sýn á stærðfræði. Hann segir í formála bókar sinnar Um flatarmyndir (1920): Jeg þykist hafa orðið þess var, að ýmsum mentamönnum dylst gersamlega tilgangur stærðfræðinámsins í skólunum, halda, að takmark rúmfræðikenslunnar sje eitthvað í áttina til þess að kenna mönnum að mæla kálgarða eða túnskika. En þá væri illa varið löngum tíma og miklu erfiði, og held jeg fyrir mitt leyti, að betra væri þá að fá búfræðing til þess að mæla blettinn, en sleppa stærðfræðináminu í skólunum og losa þannig marga upprennandi mentamenn við mikið andstreymi. ... Nei, tilgangurinn ... er sá, að venja nemandann á þá nákvæmni í hugsun sinni og hugkvæmni um leið, sem engin önnur kenslugrein æfir hann í að sama skapi (3–4). Dr. Ólafur Daníelsson var mikilvirkur kennslubókahöfundur og mjög áhrifamikill sem kennari við Menntaskólann um 22 ára skeið þar til er hann lét af störfum árið 1941. Hann hafði einnig áhrif á kennslubækur í reikningi fyrir barnaskólana. Elías Bjarnason var nemandi Ólafs í Kennaraskólanum. Elías gaf út kennslubækur í reikningi árin 1927– 1929. Hann segir í formála að hann hafi reynt að komast hjá tilfinnanlegu ósamræmi við reikningsbók Ólafs Daníelssonar, sem mest muni notuð þegar barnaskólanámi er lokið (Elías Bjarnason, 1927: 2–3). Ennfremur þakkar hann Ólafi Daníelssyni ýmsar góðar ábendingar sem hafi orðið bókinni til bóta. Bækur Elíasar virðast því hafa verið Ólafs Daníelssyni að skapi. Þær voru valdar til ókeypis dreifingar eftir að Ríkisútgáfa námsbóka var stofnuð árið 1937. Landsprófi miðskóla var komið á með fræðslulögum 1946. Þá voru bækur Ólafs Daníelssonar, Reikningsbók og Kennslubók í algebru, tilteknar sem námsefni til prófsins. Var svo fram til þess að landsprófið var afnumið árið 1976, en kostur var þó orðinn á að velja á milli bóka Ólafs og annarra höfunda. Bækur Elíasar Bjarnasonar í barnaskólum og bækur Ólafs Daníelssonar til landsprófs voru grunnnámsefni á Íslandi í um hálfa öld. Breytingar eftir 1960 Verkefni í reikningsbókum Ólafs Daníelssonar og Elíasar Bjarnasonar færðust æ fjær þeim veruleika, sem nemendur ólust upp við, þegar tímar liðu fram. Þau lýstu horfnum þjóðfélagsháttum, fólki sem ferðast á bátum og hestum og verslar með hey og kvikfé, og vinnukonum sem þiggja laun sín í kjólum og skóm. Landsprófið staðnaði einnig. Það var í fyrstu mikil réttarbót fyrir ungmenni dreifbýlisins að því leyti að það tryggði þeim greiðari aðgang að langskólanámi en áður, en prófið var síðar álitið þröskuldur í vegi ungs Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.