Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 126
124
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
myndbandsupptökur og námsaðstæður. Því
næst er gerð grein fyrir niðurstöðum viðtala
um uppeldissýn starfsfólks og þróun samskipta
– og kennsluaðferða eins og þær birtust í
myndbandsupptökum. Þá verður greint frá
niðurstöðum úr spurningalista.
Um skipulag námsaðstæðna fyrir myndbands-
upptökur
Flestar upptökur voru gerðar í hálfskipulögðum
námsaðstæðum, t.d. í fataklefa, eða 62 af 125,
en fæstar í skipulögðum námsaðstæðum, t.d.
í matar- og kaffitímum, eða 19 alls. Á 1.
töflu má sjá hvernig myndbandsupptökurnar
skiptast.
Á 1. töflu má sjá að á þremur deildum, C,
D, og E, sem leikskólakennarar stýrðu, eru
mun fleiri upptökur í óskipulögðum aðstæðum
þar sem börn voru í frjálsum leik en á hinum
deildunum, eða frá 9−13 upptökur.
Leiðbeinendur voru öruggari í hálfskipu-
lögðum og skipulögðum aðstæðum, til dæmis
í hópstarfi, en í óskipulögðum aðstæðum
eins og frjálsum leik, þar sem börnin eru
á eigin forsendum. Þetta er í samræmi við
niðurstöður íslenskra rannsókna sem sýna að
starfsfólk í leikskóla tekur lítinn þátt í leik
barna og börn sem eiga í samskiptaerfiðleikum
eru fremur studd í hópstarfi en í frjálsum
leik (Jóhanna Einarsdóttir, 1999; Hrönn
Pálmadóttir, 2004). Þessar rannsóknir beindust
að starfsmannaheildinni en ekki að mismun-
andi samskipta- og kennsluaðferðum kennara
og leiðbeinenda.
Leikskólakennarar áttu auðveldara með
að rökstyðja aðstæður sem þeir völdu til
að taka upp á myndband en leiðbeinendur.
Þeir skipulögðu leikstundir, völdu heppilega
leikfélaga fyrir tiltekin börn og ýttu undir
tengsl milli barnanna, til dæmis með leikefni
og staðsetningu þess auk virkrar íhlutunar í
leik barna. Þeir staðfestu athafnir barna með
því að færa þær í orð og beina sjónum þeirra
að þemum sem upp komu í leiknum. Sumir
leikskólakennarar nýttu upptökurnar til að þróa
aðferðir til að efla samskipti barna sem þurftu
sérstaklega á stuðningi að halda í samskiptum
og leik, t.d. barna af erlendum uppruna og
barna sem voru með greiningu um fötlun frá
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þetta
er í samræmi við skilgreiningu á gæðum í
samskiptum sem marte meo aðferðin byggist
á (Aarts, 2000).
Skýringar á vali á námsaðstæðum
Í upphafi var algengt að val á námsaðstæðum
fyrir upptökur væri tilviljanakennt en það
þróaðist smám saman yfir í markvissari
tilgang. Í 50 upptökum var tiltekið barn eða
börn nefnt sem ástæða upptöku. Í 38 tilvikum
var tilgreint að það þyrfti að kenna börnunum
að leika saman og að starfsfólk þyrfti að læra
eða þróa samskipti sín við börnin út frá síðustu
greiningu. Á 2. töflu má sjá ástæður starfsfólks
fyrir vali á námsaðstæðum til upptöku.
Ólík sjónarmið starfsfólks birtust þegar
það skýrði frá vali á námsaðstæðum. Deild
A skar sig úr fyrir fjölda tilviljanakenndra
aðstæðna eða 14 upptökur af 22. Deildinni
var stýrt af leiðbeinanda lengstan hluta þess
Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
1. tafla. Námsaðstæður í myndbandsupptökum
Deildir og
aldur barna
Deildarstjórn Skipulagðar
aðstæður
(fjöldi)
Hálfskipu-
lagðar aðstæður
(fjöldi)
Óskipulagðar
aðstæður
(fjöldi)
Fjöldi af
upptökum
A 2-3 ára Leiðbeinandi 6 14 2 22
B 3-4 ára Kennari+leiðb. 4 11 5 20
C 1-3 ára Kennari 6 1 13 20
D 2-3 ára Kennari 15 9 24
E 3-4 ára Kennari 3 6 10 19
F 5 ára Leiðb.+kennari 15 5 20
Fjöldi alls 19 62 44 125