Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 36
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
talsverð við túlkunina. Væri kennslukönnunin
til dæmis endurtekin með stuttu millibili mætti
búast við því að niðurstöður fyrir einstakar
staðhæfingar gætu sveiflast upp eða niður á
nokkuð breiðu bili fyrir margar staðhæfingar.
Hér verður þó að hafa í huga að notkun á
þáttaskýringu staðhæfingar sem námundun
á áreiðanleikastuðli hennar er ekki nákvæm
og endurspeglar í besta falli neðri mörk
áreiðanleikastuðulsins.
Þegar litið er til þáttabyggingar útbreiddra
erlendra matstækja sem byggjast á mati
stúdenta á háskólakennslu eins og SIR-II
(Centra, 1998), SEEQ (Marsh 1982a, 1982b,
1983, 1984) og annarra hliðstæðra matstækja
(Cashin, 1995) er ljóst að nokkuð vantar upp
á að kennslukönnun í grunnnámi við H.Í. hafi
hliðstæða eiginleika. Flestar staðhæfingarnar
til að meta kennslu í kennslukönnun við H.Í.
eru þýddar eða staðfærðar úr SEEQ (Marsh
1982a, 1982b, 1983, 1984). Þetta á við um
1.–13. og 19.–25. staðhæfingu í 1. töflu eða
samtals 20 staðhæfingar af þeim 25 sem
notaðar eru til að meta kennslu og námskeið
í kennslukönnuninni. Samtals eru því fimm
staðhæfingar úr annarri átt. Í SEEQ eru níu
þættir. Í kennslukönnun við H.Í. er ein eða fleiri
staðhæfingar úr átta þessara þátta. Hliðstæð
breidd er því í staðhæfingum kennslukönnunar
við H.Í. og í SEEQ. Aftur á móti vantar margar
staðhæfingar úr einstökum þáttum SEEQ í
kennslukönnunina við H.Í. Þetta er líklegasta
skýringin á því að þættirnir verða mun færri í
kennslukönnun við H.Í. en í SEEQ sem er að
mestu fyrirmynd hennar (sjá Freyr Halldórsson
og Jón Ólafur Valdimarsson, 1999). Æskilegt
er að bregðast við þessu og þróa kennslukönn-
unina áfram þannig að hægt sé að byggja
túlkun á niðurstöðu kennslukönnunarinnar á
fleiri þáttum en nú er. Með því móti væri
notagildi kennslukönnunarinnar aukið.
Mikilvægi þáttabyggingar kennslukönn-
unarinnar snýr einnig að áhrifum niðurstöðu
hennar á kennara. Eðlilegt er að ætla að
sá eða sú sem hyggst nýta sér niðurstöðu
könnunarinnar til að bæta kennslu sína taki
mið af inntaki hennar. Þetta er eftirsóknarvert
þegar inntak kennslumatsins endurspeglar
bestu fræðilegu hugmyndir um góða kennslu
en skaðvænlegt að því marki sem það víkur
frá því. Meginvandi við samningu og túlkun
kennslukannana sem stúdentar svara felst í
því að ekkert viðurkennt líkan, fyrirmynd eða
kenning er til um góða háskólakennslu eða góða
háskólakennara. Lengst af hefur verið stuðst
við hugmyndir stúdentanna sjálfra um hvað sé
góð háskólakennsla. Margar kennslukannanir,
þar á meðal SEEQ (Marsh 1982a, 1982b,
1983, 1984), hafa byggst á greiningu Feldman
(1976) á hugmyndum stúdenta um góða
kennslu og kennara. Réttmæting matstækjanna
hefur þó náð til mun fleiri hópa, þar á
meðal hugmynda háskólakennara um góða
kennslu. Það er mikilvægt að hafa þessi atriði
í huga ef kennslukönnunin við H.Í. verður
endurskoðuð.
Abstract - Summary
Factor structure of students´ evaluation of
undergraduate instruction at the University
of Iceland
The factor structure of instruments to evaluate
the quality of university teaching is important
since it reflects to what extent these instruments
measure what is considered to be characteristic
of good university teaching. The construct
validity and reliability of students´ evaluations
of university teaching has a direct influence
on its appropriate use for decision making
in university settings as well as their utility
in providing diagnostic feedback to faculty
about the effectiveness of their teaching. The
main aim of this study was to investigate the
factor structure of a student based evaluation
of undergraduate teaching at the Unversity
of Iceland. The instrument used for this
purpose is to a large extent based on Marsh
Students´ Evaluation of Educational Quality
(SEEQ). However, the Icelandic version of the
instrument is shorter than the original and its
psychometric qualities are unknown.
Þáttabygging kennslukönnunar við Háskóla Íslands34