Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 75
73
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
einingar í íslensku eða raungreinum). Eftir
það eru í boði fjögur kjörsvið; nám og kennsla
yngri barna, íslenska, – mál og menning,
náttúruvísindi/stærðfræði og listir. Þá er
lögð áhersla á langa og samfellda viðveru í
grunnskólum og reynt er að eiga samvinnu við
skóla af ólíkri gerð svo að nemendur geti öðlast
sem fjölbreytilegasta reynslu. Í þriðja lagi er
leitast við að leggja heimspekilegt mat á stefnur
og strauma í uppeldis- og kennslufræðum.
Á leikskólabraut kennaradeildar Háskólans
á Akureyri er lögð áhersla á nám um starfshætti
leikskólans og gildi leiks sem náms- og
þroskaleiðar barna. Sérstök rækt er lögð við
listir og tengsl þeirra í milli og við aðra þætti
í leikskólastarfi. Í þriðja lagi stunda nemendur
langt vettvangsnám en fjórði þátturinn sem lögð
er áhersla á er heimspekileg sýn á leikskólastarf.
Sérstaða námsins felst í ákveðinni lífssýn sem
byggist á því að nálgast uppeldi og menntun
barna af sjónarhóli skapandi hugsunar og með
skapandi starfi.
Í kennsluskrám Kennaraháskólans og
kennaradeildarinnar við Háskólann á Akureyri
kemur fram að einn mikilvægasti hluti
kennaranámsins sé námið á vettvangi, áheyrn
og æfingakennsla. Vettvangsnámið í þessum
tveimur háskólum er byggt upp á ólíkan hátt.
Við Háskólann á Akureyri fer vettvangsnámið
fram á þriðja ári og er samfellt í þrjá mánuði en
við Kennaraháskólann er vettvangsnámið tekið
í þremur lotum.
Um þessar mundir eru miklar breytingar
framundan á fyrirkomulagi kennaramenntunar
í landinu. Háskólaráð Háskólans á Akureyri
ákvað í byrjun október 2007 að sameina
kennaradeild og félagsvísinda- og lagadeild
í eina deild frá og með 1. ágúst 2008. Nýja
deildin fær nafnið hug- og félagsvísindadeild.
Markmiðin með þessari sameiningu eru að
styrkja námsframboð deildanna faglega, auka
möguleika á að þróa ný námsframboð, bæði
á grunn- og framhaldsstigi, og greiða fyrir
fyrirhugaðri lengingu kennaranáms í fimm ár.
Þá hefur Alþingi ákveðið að Kennaraháskóli
Íslands og Háskóli Íslands sameinist í einum
háskóla þann 1. júlí 2008. Sameiningin er
gerð að frumkvæði háskólanna tveggja í
samvinnu við menntamálaráðherra. Ólafur
Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, sagði
við brautskráningu nema í október 2007 að
með sameiningu þessara tveggja háskóla
væri talið að Háskóli Íslands styrktist, bæði
hvað varðaði kennslu og rannsóknir á sviði
kennaramenntunar og annarra fræðasviða sem
tengjast uppeldi og menntun, námi og kennslu.
Í sameinuðum háskóla yrði væntanlega unnt að
virkja sérfræðiþekkingu í báðum háskólunum
enn betur en nú er gert og efla þannig
kennaramenntun fyrir öll skólastig og aðra
starfsmenntun uppeldis- og menntunarstétta.
Niðurstaða og umræða
Þegar leitað er svara við því hvernig menntun
grunnskólakennara hefur þróast hér á landi
er óhætt er að segja að miklar breytingar hafi
orðið á menntun þeirra á síðustu öld. Þróunin
var afar hæg í upphafi en miklar breytingar
áttu sér stað síðustu áratugi aldarinnar. Þótt
einstaka alþingismenn hafi á árunum 1896–
1908 sýnt menntun kennara skilning er ljóst að
almennt var skilningur ráðamanna á nauðsyn
kennaramenntunar á þessum tíma lítill. Mörg
frumvörp um kennaraskóla voru flutt á Alþingi
á þessum árum en þau felld hvert á fætur
öðru. Kennaraskóli var talinn landinu of dýr
en einnig heyrðist sú skoðun að nógu margir
fengjust við barnakennslu. Ráðamenn virðast
hafa gert sér litla grein fyrir því að illa var
búið að kennurum og nemendum. Lögin frá
árinu 1907 um skólaskyldu barna juku samt
þörfina fyrir sérstakan kennaraskóla og tók
Kennaraskóli Íslands til starfa haustið 1908.
Um miðja síðustu öld fór langskólagengnu
fólki fjölgandi. Áhrifa þess gætti í lögum um
menntun kennara sem sett voru 1947. Sam-
kvæmt þeim skyldi kenna kennaranemum
uppeldis- og sálarfræði (uppeldisfræði hafði
reyndar verið kennd frá upphafi), stuðla að
rannsóknum, gefa út leiðbeiningarit fyrir
kennara, stofna æfingaskóla og bjóða upp
á framhaldsnám og endurmenntun fyrir
kennara. Þessi lög mörkuðu tímamót í sögu
lagasetningar um menntun kennara (Broddi
Að styrkja haldreipi skólastarfsins