Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 108

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 108
106 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 ensku og íslensku. Samanburður þýðinganna tveggja var í höndum sálfræðings með reynslu af hliðstæðu starfi í öðrum tegundum prófa. Þegar ein útgáfa hafði verið útbúin af listanum út frá þýðingunum tveimur voru þrír sálfræðingar beðnir um að gera athugasemdir við orðalag staðhæfinganna. Einn þeirra hafði ensku útgáfuna til samanburðar við íslensku þýðinguna. Uppsetningu og fyrirmælum listanna var breytt frá bandarískri útgáfu þeirra til að svarendur ættu auðveldara með að lesa staðhæfingarnar og myndu síður rugla þeim saman. Leiðbeiningar voru hafðar rækilegri en í bandarískri útgáfu kennaralistans þar sem kennurum var ekki veitt aðstoð við útfyllingu hans. Framkvæmd Foreldrar barna sem lentu í úrtaki fyrir kennaralistann voru beðnir um skriflegt samþykki fyrir fyrirlögn kennaralistans. Kennarar voru beðnir um að svara eins mörgum listum og þeir treystu sér til að svara, að skriflegu samþykki foreldra veittu. Flestir svöruðu öllum þeim listum sem skriflegt samþykki fékkst fyrir. Kennaralistinn var lagður fyrir í langri útgáfu en stutt útgáfa listans síðan reiknuð út frá langri útgáfu við úrvinnslu gagna. Stutt útgáfa listans var því ekki lögð fyrir sérstaklega. Tölfræðileg úrvinnsla Í kennaralistanum var lítið um brottfallsgildi og voru þau öll vel undir 5%. Brottfallsgildi á einstökum breytum voru meðhöndluð með því að setja meðaltal viðkomandi atriðis í stað þeirra. Dreifing allra atriða var jákvætt skekkt og breyttist ekki við það að skipta á meðaltali tiltekins atriðis og brottfallsgildum. Fylgnifylki atriða var þáttagreint. Notuð var meginásaþáttagreining (principal axes factor analyses) í stað þáttagreiningar byggðri á mestu líkindum (maximum likelihood factor analysis). Síðari aðferðin hefur fleiri valkosti en sú fyrri þegar kemur að mati á því hversu vel þáttalausn fellur að gögnum í tilteknu gagnasafni. Dreifing einstakra atriða og þátta í þessari rannsókn er skekkt og víkur verulega frá normaldreifingu. Í þáttagreiningu byggðri á mestu líkindum er normaldreifing gagna eitt af skilyrðum aðferðarinnar. Í meginásaþáttagreiningu aftur á móti er ekki jafn afdrifaríkt að víkja frá þessu skilyrði. Við þáttagreiningu í úrtaki kennara (N=182) var tekið mið af úrtaksstærð við túlkun á hleðslu atriða á þætti. Í samræmi við viðmið Stevens (1992) voru fylgnistuðlar aðeins túlkaðir ef þeir voru 0,38 (0,19*2) eða hærri í úrtaki kennara. Niðurstöður Meginásaþáttagreining raunvísra kvarða í langri útgáfu á kennaralista Conners Sex kvarðar kennaralistans eru raunvísir og byggjast á þáttagreiningu í Bandaríkjunum. Til samans innihalda þeir 38 atriði. Þessi atriði voru því þáttagreind sérstaklega. Notuð var meginásaþáttagreining (principal axes factor analysis) með promax-snúningi (Hendrickson og White, 1964) (kappa = 4). Áður en þáttagreiningin var gerð var athugað hvort gögnin uppfylltu skilyrði þáttagreiningar. Bartlettspróf (Bartlett´s test of sphericity) var marktækt (p < 0,0001) og Kaiser-Meyer-Olkin- stærð var 0,87. Samhliðagreining (parallel analysis) var notuð við val á fjölda þátta. Val á fjölda þátta í þessari rannsókn byggist því á eigingildum sem eru hærri en eigingildi sem eru reiknuð út frá handahófsgögnum (Horn, 1965; Humphreys og Montanelli, 1975). Þessi aðferð er fræðilega traustari við val á þáttum en viðmið eins og að ákvarða fjölda þátta út frá eigingildi hærra en einn eða með því að nota skriðupróf (scree test) eitt og sér (Zwick og Velicer, 1986). Samkvæmt samhliðagreiningu eru fimm þættir í 38 atriða safninu (3. tafla). Þættirnir fimm skýra 57,8% af heildardreifingu atrið- anna. Samtals eru 23% leifa (residuals) hærri en 0,05. Nákvæmni spár um fylgni milli atriða út frá fimm þátta líkani er því viðunandi og hægt að líta svo á að þáttalíkanið endurspegli gögnin með viðunandi hætti. Mynsturfylki Kennaralisti Conners
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.