Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 88
86
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
líkaninu er sú að þegar við skipuleggjum
skólastarf og veltum fyrir okkur hvernig best
sé að kenna hugum við venjulega að efni,
markmiðum, kennsluaðferðum og námsmati
(óskyggðu fletirnir). Þannig taki kennarar
og stjórnendur skóla mið af hinum ytri
leiðarljósum, sem áður voru nefnd, setji svo
nemendum markmið í samræmi við það, velji
námsefni, skipuleggi kennsluathafnir og ákveði
hvernig skuli metið, samanber hefðbundnu
menntastefnuna sem Dewey nefndi svo.
Hver og einn nemandi kemur í skólann
með sértækar hugmyndir byggðar á fyrri
reynslu og fyrirfram skilning á því sem
hann á að fara að læra. Nemendur hafa enn
fremur hver sinn stíl og þarfir þegar nám er
annars vegar og loks verður námsreynsla og
árangur jafnmargbreytilegur og ófyrirséður
og nemendur eru margir. Ef árangur á að nást
komumst við því ekki hjá að gefa nemendum
sjálfum góðan gaum (skyggðu fletirnir),
upphafsstöðu þeirra, reynslu, námsathöfnum
og verkefnum. Námsárangurinn er með öðrum
orðum háður upphafsástandi hvers nemanda
og athöfnum og þær matsaðferðir og matstæki
sem venjulega er beitt í skólastarfi gera okkur
ekki kleift að meta hann nema að takmörkuðu
leyti.
Fagmanneskjan „kennari í náttúruvísindum“
þarf því að hafa góða vitneskju um aðstæður
nemenda sinna ef árangur á að nást. En hún
þarf jafnframt að vera vel að sér um markmið
og inntak greinarinnar. Og til að standa undir
nafni kemst hún í raun ekki hjá því að fylgjast
jafnframt með hinni hröðu þróun þekkingar á
sviði vísinda og tækni. Veruleikinn sjálfur er
Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Námsmat
Lýsing í orðum
- með táknmyndum
- verkleg kunnátta
- verkmöppumat
- frammistöðumat
Kennsluathafnir
Undirbúningur,
skipulagning og
athuganir
Samskipti í
kennslustofunni
- innlegg
- umræðustjórn
- leiðbeiningar
Námskrá
Markmið
Hugtök
Færni
Viðhorf o.fl.
Innihald
Fræðigrein
Tengdar greinar
Nám sem árangur
Skilningur
Áhugi
Leikni
Geta o.fl.
Nám sem athafnir
Verkefni
- glósur og skráning
- umræður
- athuganir
- dæmi
Heimanám
Vettvangsferðir
Upphafsástand nemenda
Skilningur á innihaldi
Áhugi
Leikni
Geta o.fl.
1. mynd. Sjö-ramma-líkan (Allyson Macdonald, 2002)