Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 147
145
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
nemendur taldi gott að ræða menningarlegan
mun út frá ólíkum trúarbrögðum og siðum,
þar kæmi munur á sjónarmiðum einna skýrast
fram.
Fram kom hjá norsku viðmælendunum að
skólakerfið stæði sig ekki nógu vel gagnvart
börnum af erlendum uppruna. Þó töldu þeir
flestir að nemendur af erlendum uppruna hefðu
aðlagast vel lífinu í Noregi en helmingur
kennaranna talaði um að viðurkenna þyrfti
betur menningu þeirra og stöðu. Tveir
kennaranna töldu sig gera það með því að ræða
um menningarlegan mun og setja námskröfur í
samræmi við getu nemenda.
Allir íslensku kennararnir töldu börn af
erlendum uppruna aðlagast vel lífi hér á
landi. Aðlögunin virtist einkum metin út frá
efnahagslegum viðmiðum, ef foreldar barnanna
áttu hús og bíl var talið að aðlögun hefði átt
sér stað. Einn kennaranna sagði aðlögunina
ganga ótrúlega vel, mun betur en hann sæi
íslenskar fjölskyldur gera á svo skömmum
tíma. Þrír kennaranna sögðust fjalla um siði
og venjur þess lands sem nemendurnir kæmu
frá. Hins vegar kom fram óöryggi og skortur
á skilningi hjá hinum kennurunum þremur á
margbreytilegri menningu. Þetta sýndi sig í
því að þeir svöruðu ekki spurningum, virtust
ekki tengja aðstæður barnsins við námið og
samskipti þeirra við foreldra virtust einkennast
af ábyrgðarleysi.
Jöfn tækifæri
Kennararnir í Manitoba (Kanada) virtust
mjög meðvitaðir um að lykilatriði væri að
styrkja sem best sjálfsmynd barna af erlendum
uppruna. „Þegar sjálfstraustið er ekki í góðu
lagi taka þau síður þátt í námslegum sem
félagslegum athöfnum, þau tjá sig sjaldnar
og draga sig í skel,“ sagði einn kennaranna;
„og oft tekur það þau mörg ár að rétta úr
kútnum ef þau verða undir að þessu leyti,“
Fram kom að börn af erlendum uppruna
sæktust eftir félagsskap barna af sama uppruna
og einangruðu sig þannig frá öðrum. Allir
þessir kennarar sögðust reyna að koma á
námsumhverfi sem einkenndist af samkennd
og virðingu og þrír þeirra sögðu að skólinn
brygðist við margbreytileikanum, með sérstöku
námsefni sem notað væri í skólanum í heild
en það kallast PEACE (P=polite (kurteisi)
E=empathy (samhygð), A=act of kindness
(góðvild), C=cooperation (samvinnu), E=
Everyone counts (allir skipta máli) (sjá t.d.
Gordon, 2005)). Í vettvangsathugunum kom
í ljós að börnin voru hvött á ýmsan hátt til að
vinna með öðrum, beinlínis var unnið að því
að efla samskipti, sjálfsvitund og sjálfsmynd
barnanna.
Fjórir norsku kennaranna voru sammála um
að sjálfsmynd barna af erlendum uppruna væri
ekki góð og sama ætti við um sjálfsmynd foreldra
þeirra. Þeir töldu mikilvægt að nemendur lærðu
samvinnu og að unnið væri með félagslega
þætti til að styrkja þá. Finna mátti mótsögn
í ýmsu sem kom fram í viðtölunum, t.d. er
erfitt að taka undir með kennara sem sagði frá
stigvaxandi trúðslátum nemanda af erlendum
uppruna en taldi sjálfsmynd hans góða. Fimm
norsku kennaranna lýstu þeirri skoðun sinni að
agi og reglufesta væru forsendur bekkjarbrags.
Viðbrögð við erfiðleikum barnanna báru þess
stundum merki að reynt væri að skapa næði
fremur en að styrkja félagsleg tengsl og virkni.
Vettvangsathuganirnar sýndu að nemendur af
erlendum uppruna virtust taka þátt í daglegum
athöfnum en vera fálátir. Fram kom að slök
færni í tungumálinu reynist þeim bæði námsleg
og félagsleg hindrun.
Þegar íslensku kennararnir voru spurðir
um jöfn tækifæri nemenda til náms virtust
þeir ekki nægilega meðvitaðir um stöðu
nemenda af erlendum uppruna. Hjá þremur
kennurum kom fram að erfiðleikar væru í
bekkjarstarfinu og hjá fjórum þeirra mátti
greina aðgerðaleysi, ekkert var aðhafst þegar
tilefni virtist til. Íslensku kennararnir notuðu
hugtökin sjálfstraust og sjálfsmynd en virtust
fremur eiga við hugtakið sjálfsstjórn. Svör
kennara bera þess merki að þeir líti fram hjá
vanda nemenda í stað þess að vinna með hann.
Gott dæmi um það kom fram hjá kennara sem
sagði að barn af erlendum uppruna í sinni
umsjón ætti erfitt með að fylgjast með, yrði
Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi