Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 147

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 147
145 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 nemendur taldi gott að ræða menningarlegan mun út frá ólíkum trúarbrögðum og siðum, þar kæmi munur á sjónarmiðum einna skýrast fram. Fram kom hjá norsku viðmælendunum að skólakerfið stæði sig ekki nógu vel gagnvart börnum af erlendum uppruna. Þó töldu þeir flestir að nemendur af erlendum uppruna hefðu aðlagast vel lífinu í Noregi en helmingur kennaranna talaði um að viðurkenna þyrfti betur menningu þeirra og stöðu. Tveir kennaranna töldu sig gera það með því að ræða um menningarlegan mun og setja námskröfur í samræmi við getu nemenda. Allir íslensku kennararnir töldu börn af erlendum uppruna aðlagast vel lífi hér á landi. Aðlögunin virtist einkum metin út frá efnahagslegum viðmiðum, ef foreldar barnanna áttu hús og bíl var talið að aðlögun hefði átt sér stað. Einn kennaranna sagði aðlögunina ganga ótrúlega vel, mun betur en hann sæi íslenskar fjölskyldur gera á svo skömmum tíma. Þrír kennaranna sögðust fjalla um siði og venjur þess lands sem nemendurnir kæmu frá. Hins vegar kom fram óöryggi og skortur á skilningi hjá hinum kennurunum þremur á margbreytilegri menningu. Þetta sýndi sig í því að þeir svöruðu ekki spurningum, virtust ekki tengja aðstæður barnsins við námið og samskipti þeirra við foreldra virtust einkennast af ábyrgðarleysi. Jöfn tækifæri Kennararnir í Manitoba (Kanada) virtust mjög meðvitaðir um að lykilatriði væri að styrkja sem best sjálfsmynd barna af erlendum uppruna. „Þegar sjálfstraustið er ekki í góðu lagi taka þau síður þátt í námslegum sem félagslegum athöfnum, þau tjá sig sjaldnar og draga sig í skel,“ sagði einn kennaranna; „og oft tekur það þau mörg ár að rétta úr kútnum ef þau verða undir að þessu leyti,“ Fram kom að börn af erlendum uppruna sæktust eftir félagsskap barna af sama uppruna og einangruðu sig þannig frá öðrum. Allir þessir kennarar sögðust reyna að koma á námsumhverfi sem einkenndist af samkennd og virðingu og þrír þeirra sögðu að skólinn brygðist við margbreytileikanum, með sérstöku námsefni sem notað væri í skólanum í heild en það kallast PEACE (P=polite (kurteisi) E=empathy (samhygð), A=act of kindness (góðvild), C=cooperation (samvinnu), E= Everyone counts (allir skipta máli) (sjá t.d. Gordon, 2005)). Í vettvangsathugunum kom í ljós að börnin voru hvött á ýmsan hátt til að vinna með öðrum, beinlínis var unnið að því að efla samskipti, sjálfsvitund og sjálfsmynd barnanna. Fjórir norsku kennaranna voru sammála um að sjálfsmynd barna af erlendum uppruna væri ekki góð og sama ætti við um sjálfsmynd foreldra þeirra. Þeir töldu mikilvægt að nemendur lærðu samvinnu og að unnið væri með félagslega þætti til að styrkja þá. Finna mátti mótsögn í ýmsu sem kom fram í viðtölunum, t.d. er erfitt að taka undir með kennara sem sagði frá stigvaxandi trúðslátum nemanda af erlendum uppruna en taldi sjálfsmynd hans góða. Fimm norsku kennaranna lýstu þeirri skoðun sinni að agi og reglufesta væru forsendur bekkjarbrags. Viðbrögð við erfiðleikum barnanna báru þess stundum merki að reynt væri að skapa næði fremur en að styrkja félagsleg tengsl og virkni. Vettvangsathuganirnar sýndu að nemendur af erlendum uppruna virtust taka þátt í daglegum athöfnum en vera fálátir. Fram kom að slök færni í tungumálinu reynist þeim bæði námsleg og félagsleg hindrun. Þegar íslensku kennararnir voru spurðir um jöfn tækifæri nemenda til náms virtust þeir ekki nægilega meðvitaðir um stöðu nemenda af erlendum uppruna. Hjá þremur kennurum kom fram að erfiðleikar væru í bekkjarstarfinu og hjá fjórum þeirra mátti greina aðgerðaleysi, ekkert var aðhafst þegar tilefni virtist til. Íslensku kennararnir notuðu hugtökin sjálfstraust og sjálfsmynd en virtust fremur eiga við hugtakið sjálfsstjórn. Svör kennara bera þess merki að þeir líti fram hjá vanda nemenda í stað þess að vinna með hann. Gott dæmi um það kom fram hjá kennara sem sagði að barn af erlendum uppruna í sinni umsjón ætti erfitt með að fylgjast með, yrði Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.