Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 128

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 128
126 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 átt er við voru leiðbeinendurnir almennt sammála um að börn gætu fremur lítið og þeir töldu það ekki þjóna tilgangi að skipuleggja námsaðstæður og nám þeirra í leikskólanum. Leiðbeinendur töldu helsta hlutverk sitt vera að bæta börnum upp fjarvistir frá mæðrum sínum. Um það sagði Alda: Þessi börn eru að mínu mati allt of mikið frá mæðrum sínum. Gróa bætti við: Börn þurfa meiri hlýju frá foreldrunum. Leiðbeinendur ræddu að þeir vildu kenna börnunum kurteisi og reglur og sjá til þess að þau lærðu að hlýða en um það sagði Gróa: Ég vil sjá meiri aga.... já þegar það er meiri agi þá eru börnin rólegri. Þessar lýsingar leiðbeinendanna endurspegla kenningar Baumrind (1967, 1971) um valdboðsuppeldi. Uppeldissýn þeirra einkenndist af því sem Dalberg og félagar (1999) kalla gullaldarsýn þar sem börn eru fórnarlömb aðstæðna. Hlutverk starfsfólksins væri að hlúa að þeim og bæta þeim upp langar fjarvistir frá mæðrum sínum. Þau telja þetta vera algenga sýn á uppeldi ungra barna og að menntun fólks hafi áhrif á uppeldissýn þess. Það var talið mikilvægt að setja reglur fyrir börnin að fara eftir. Nóra leiðbeinandi orðaði þetta svo: Ef eitthvað er bannað þá er það bannað. Það á ekki að vera í valdabaráttu við tveggja ára börn. Það á ekki láta þau komast upp með allt sem þau vilja. Rut bætti við: Það þarf að kenna þeim að sitja kyrrum. Reglurnar voru einnig taldar mikilvægar til þess að daglegt starf gæti gengið upp og að starfsfólk fengi lögboðna matar- og kaffitíma. Í máli margra leiðbeinenda kom fram að allt sem ekki væri bundið í reglur í leikskólastarfinu ylli þeim kvíða. Jafnframt var þeim tíðrætt um mikilvægi þess að sýna börnum hlýju og taka eftir börnum sem minna mega sín. Þótt þeir teldu það oft vandkvæðum bundið. Um þetta segir Ólöf: Ofsalega mikið að gera, ...ofsalega lítill tími. ...það er hætta á að missa stjórn á sér í svona aðstæðum. Leiðbeinendur áttu erfitt með að sjá fyrir sér að nám færi fram í leikskólum heldur væru börnin þar í gæslu eða pössun og þar ætti börnum að líða vel. Um þetta sagði Gróa: Ég myndi segja að helsta viðfangsefnið væri að hlúa að börnunum en ekki að mennta þau. María bætir við: Við reynum að skipuleggja þemun og svoleiðis, það er náttúrulega erfitt með þriggja ára börn, ég veit eiginlega ekki til hvers er verið að þessu og Rut segir: Svo er náttúrulega þessi samverustund! Ég get ekki séð að þau læri mikið. Enginn leiðbeinandi lýsti sig sammála því, í fyrstu viðtölunum, að mikilvægt væri að skipuleggja nám barnanna. Lýðræðislegt barnmiðað uppeldi Leikskólakennurunum var frá upphafi tíðrætt um ábyrgð kennara á námi og velferð leikskóla- barna. Þeir ræddu um leiðir til að hjálpa börnum að flytjast milli deilda og leiðir fyrir ný börn til að aðlagast leikskólanum. Oft tóku þeir dæmi úr starfinu máli sínu til stuðnings og tengdu þau við þær uppeldis- og kennsluaðferðir sem þeir notuðu í leikskólanum. Eftirfarandi lýsingar eru einkennandi fyrir umræðu leikskólakennaranna. Signý segir: Deildin mín er ljúf núna, vissulega svolítið erfiðari en áður... það þarf mikið að beita líkamlegri snertingu til að ná athygli, til dæmis við víetnömsku börnin, bara til þess að þau fatti að ég sé að segja nafnið þeirra... þetta krefst meira af manni. Á meðan þarf að setja þrengri ramma. Svo eru þau hrædd,... og það þarf að leysa þetta allt saman. Inga lýsir móttöku nýrra barna með þessum orðum: Já nýju börnin prófa sig áfram og maður þarf að taka þátt, vera með þeim og unnið er að því að kenna börnum í leikskólanum að taka á móti nýjum börnum. Það þarf að kenna hinum börnunum hjálpfýsi, leyfa þeim að hjálpa hvert öðru. Þessi umræða felur í sér uppeldissýn þar sem litið er á börn sem virka þátttakendur í eigin námi og að kenna þurfi börnum samskipti, taka þátt í athöfnum þeirra, skapa lýðræðislegar aðstæður, skapa samvinnu og að kennarinn beri ábyrgð á að þessi skilyrði skapist (Dahlberg og fél. 1999). Flestir leikskólakennarnir litu á samskipta- erfiðleika sem uppeldislegt viðfangsefni. Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.