Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 142

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 142
140 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Kennaranemum í Noregi er kennt að takast á við fjölmenningarlega kennslu, en það er gert með ólíkum hætti í hinum ýmsu kennaramennt- unarstofnunum landsins. Í opinberri námskrá er lögð áhersla á þær miklu breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu og að kennaramenntun þurfi að taka mið af þeim breytingum. Háskólinn í Osló býður síðan upp á meistaranám með áherslu á fjölmenningarlegan skóla og menntun og þróun í alþjóðlegu samhengi. Þetta er eina námsframboðið af þessu tagi í landinu. Námið á að búa nemendur undir að takast á við þróunarstörf, bæði innanlands og erlendis, og efla þekkingu þeirra á ólíkum samfélögum og hvernig vinna megi að alþjóðlegum og fjölmenningarlegum málefnum út frá upp- eldis- og kennslufræðilegum sjónarmiðum (Högskolen i Oslo, 2006). Ísland Ísland er um 300.000 manna smáþjóð. Þjóðin hefur lengi verið einsleit en á síðustu árum hefur innflytjendum fjölgað hratt og menningin orðið litríkari. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands (2006a) fengu 726 manns af erlendum uppruna íslenskan ríkisborgararétt árið 2005, en 161 árið 1991. Hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda í landinu árið 2005 var 4,6%. Í upplýsingum Hagstofunnar kemur fram að alls hafa 13.778 manns fengið hér ríkisborgararétt frá árinu 1981. Flestir hafa komið frá Póllandi eða 3.221. Hins vegar hefur fjöldi fólks frá öðrum löndum verið svipaður á þessu árabili, t.d. komu 903 frá Danmörku, 781 frá Þýskalandi, 771 frá Filippseyjum og 703 frá fyrrum Júgóslavíu (Hagstofa Íslands, 2006b). Íslensk stjórnvöld hafa nýverið (2007) mótað stefnu í málum innflytjenda. Í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla hefur verið lögð áhersla á að hlutverk skólanna sé að efla alhliða þroska allra nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í síbreytilegu lýðræðisþjóðfélagi (Lög um leikskóla, 1994; Lög um grunnskóla, 1995; Lög um framhaldsskóla, 1996). Um skyldur kennara segir m.a. að kennarar skuli temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi. Þess skal sérstaklega gætt að allir nemendur fái sem jöfnust tækifæri til náms og komið skal í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar (Lög um grunnskóla, 1995). Stutt virðist síðan kennaramenntunarstofn- anir hér á landi fóru að búa nemendur undir fjölmenningarlega kennslu. Haustið 2002 hófst í fyrsta sinn kennsla um fjölmenningu með sérstökum námskeiðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands (KHÍ). Kennslan hófst með 15 eininga námi á námsbrautinni Fjölmenning. Haustið 2004 var boðið upp á sérhæfingu í fjölmenningu (30 einingar) á sömu námsbraut. Um þessar mundir er námskeiðið sérstök námsleið í nýju M.Ed. námi í uppeldis- og menntunarfræðum við KHÍ. Þetta eru framfarir, en um leið er ljóst að þetta nám nær aðeins til afar fárra nemenda. Í grunndeild KHÍ er kennt um afmarkaða þætti fjölmenningarsamfélagsins og skóla í ýmsum skyldunámskeiðum, auk þess er hægt að sérhæfa sig frekar á valnámskeiðum. Unnið er nú (2006) að því að festa enn frekar í sessi kennslu um fjölmenningu í grunndeild kennaranáms (Hanna Ragnarsdóttir, 2006). Ekki eru í boði sérstök námskeið um fjöl- menningu við kennaradeild Háskólans á Akureyri, en málefni barna af erlendum uppruna eru þáttur í ýmsum námskeiðum, svo sem námskeiðinu Nútímasamfélagið. Skóli án aðgreiningar Í hugmyndinni um skóla án aðgreiningar felst meðal annars það að allir nemendur eigi kost á námi við hæfi. Það á einnig við um nemendur frá öðrum löndum, nemendur af erlendum uppruna. Ef vinna á samkvæmt hugmyndum skóla án aðgreiningar getur það falið í sér að breyta þurfi hefðbundnu fyrirkomulagi og hugsun innan skólans, endurmeta starfsvenjur hans og stefnu og vinna skipulega að breyting- um þannig að skólinn verði raunverulega fyrir alla. Litið er á námskrá í víðri merkingu og kennarar vinna sameiginlega að markmiðum Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.