Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 36

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 36
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 talsverð við túlkunina. Væri kennslukönnunin til dæmis endurtekin með stuttu millibili mætti búast við því að niðurstöður fyrir einstakar staðhæfingar gætu sveiflast upp eða niður á nokkuð breiðu bili fyrir margar staðhæfingar. Hér verður þó að hafa í huga að notkun á þáttaskýringu staðhæfingar sem námundun á áreiðanleikastuðli hennar er ekki nákvæm og endurspeglar í besta falli neðri mörk áreiðanleikastuðulsins. Þegar litið er til þáttabyggingar útbreiddra erlendra matstækja sem byggjast á mati stúdenta á háskólakennslu eins og SIR-II (Centra, 1998), SEEQ (Marsh 1982a, 1982b, 1983, 1984) og annarra hliðstæðra matstækja (Cashin, 1995) er ljóst að nokkuð vantar upp á að kennslukönnun í grunnnámi við H.Í. hafi hliðstæða eiginleika. Flestar staðhæfingarnar til að meta kennslu í kennslukönnun við H.Í. eru þýddar eða staðfærðar úr SEEQ (Marsh 1982a, 1982b, 1983, 1984). Þetta á við um 1.–13. og 19.–25. staðhæfingu í 1. töflu eða samtals 20 staðhæfingar af þeim 25 sem notaðar eru til að meta kennslu og námskeið í kennslukönnuninni. Samtals eru því fimm staðhæfingar úr annarri átt. Í SEEQ eru níu þættir. Í kennslukönnun við H.Í. er ein eða fleiri staðhæfingar úr átta þessara þátta. Hliðstæð breidd er því í staðhæfingum kennslukönnunar við H.Í. og í SEEQ. Aftur á móti vantar margar staðhæfingar úr einstökum þáttum SEEQ í kennslukönnunina við H.Í. Þetta er líklegasta skýringin á því að þættirnir verða mun færri í kennslukönnun við H.Í. en í SEEQ sem er að mestu fyrirmynd hennar (sjá Freyr Halldórsson og Jón Ólafur Valdimarsson, 1999). Æskilegt er að bregðast við þessu og þróa kennslukönn- unina áfram þannig að hægt sé að byggja túlkun á niðurstöðu kennslukönnunarinnar á fleiri þáttum en nú er. Með því móti væri notagildi kennslukönnunarinnar aukið. Mikilvægi þáttabyggingar kennslukönn- unarinnar snýr einnig að áhrifum niðurstöðu hennar á kennara. Eðlilegt er að ætla að sá eða sú sem hyggst nýta sér niðurstöðu könnunarinnar til að bæta kennslu sína taki mið af inntaki hennar. Þetta er eftirsóknarvert þegar inntak kennslumatsins endurspeglar bestu fræðilegu hugmyndir um góða kennslu en skaðvænlegt að því marki sem það víkur frá því. Meginvandi við samningu og túlkun kennslukannana sem stúdentar svara felst í því að ekkert viðurkennt líkan, fyrirmynd eða kenning er til um góða háskólakennslu eða góða háskólakennara. Lengst af hefur verið stuðst við hugmyndir stúdentanna sjálfra um hvað sé góð háskólakennsla. Margar kennslukannanir, þar á meðal SEEQ (Marsh 1982a, 1982b, 1983, 1984), hafa byggst á greiningu Feldman (1976) á hugmyndum stúdenta um góða kennslu og kennara. Réttmæting matstækjanna hefur þó náð til mun fleiri hópa, þar á meðal hugmynda háskólakennara um góða kennslu. Það er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga ef kennslukönnunin við H.Í. verður endurskoðuð. Abstract - Summary Factor structure of students´ evaluation of undergraduate instruction at the University of Iceland The factor structure of instruments to evaluate the quality of university teaching is important since it reflects to what extent these instruments measure what is considered to be characteristic of good university teaching. The construct validity and reliability of students´ evaluations of university teaching has a direct influence on its appropriate use for decision making in university settings as well as their utility in providing diagnostic feedback to faculty about the effectiveness of their teaching. The main aim of this study was to investigate the factor structure of a student based evaluation of undergraduate teaching at the Unversity of Iceland. The instrument used for this purpose is to a large extent based on Marsh Students´ Evaluation of Educational Quality (SEEQ). However, the Icelandic version of the instrument is shorter than the original and its psychometric qualities are unknown. Þáttabygging kennslukönnunar við Háskóla Íslands34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.