Gripla - 01.01.2003, Síða 47
THE BUCHANAN PSALTER AND ITS ICELANDIC TRANSMISSION
45
schichte und Gegenwart, 2nd edition, ed. Ludwig Finscher (Kassel, 1994—),
Sachteil vol. 7, cols. 562-566.
Schwarz, Rudolf. “Magister Statius Olthof.” Viérteljahrsschriftfiir Musikwissenschaft
10(1894), 231-232.
Seiffert, Max. “Nachtrag zu den Psalmenkompositionen von Statius Olthof.” Vier-
teljahrsschriftfiir Musikwissenschaft 6 (1890), 466-468.
Stefán Ólafsson. Kvæði, 2 vols. Copenhagen: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1885-
1886.
Treitler, Leo. “The Transmission of Medieval Music.” Speculum 56 (1981), 471 —491.
Wieden, Helge Bei der. “Die Darstellung Islands in der “Saxonia” des David Chyt-
raeus.” In David und Nathan Chytraeus: Humanismus im konfessionellen Zeitalter,
eds. Karl-Heinz Glaser, Hanno Lietz, and Stefan Rhein. Ubstadt-Weiher: Verlag
Regionalkultur, 1993, 83-94.
Widmann, Benedikt. “Die Kompositionen der Psalmen von Statius Olthof.” Vier-
teljahrsschrift fiir Musikwissenschaft 5 (1889), 290-321.
Þeirrar Islendsku Psalma-Bookar Sijdari Partur. Hólar, 1772.
EFNISÁGRIP
Árið 1585 kom út í Rostock kver með Davíðssálmum sem skoska skáldið George
Buchanan (1506-1582) hafði umort á latínu undir klassískum bragarháttum. Útgáfunni
fylgdu 40 lög sem eignuð voru kantomum Statíusi Olthof (1555-1629) en komið hefur
í ljós að a.m.k. helmingur þeirra er verk annarra tónskálda. Saltari Buchanans barst til
Islands ekki síðar en á öndverðri 17. öld. Má vera að kynni Natans Chytraeusar (sem
stóð fyrir útgáfunni) og Davíðs bróður hans af Amgrími Jónssyni og íslenskum nem-
endum í Rostock hafi orðið til þess að hann barst til landsins svo skjótt sem raun varð.
Lög úr Buchanan-saltaranum er að finna í a.m.k. átján íslenskum handritum frá 17. og
18. öld. Ýmist er um að ræða stakar raddir, eða tvær eða fjórar saman. í þremur hand-
ritum eru lögin rituð við latneska texta Buchanans, en í hinum við íslenskar þýðingar
þeirra eða frumort kvæði. Heiti laganna úr Buchanan-saltaranum koma einnig fyrir í
fjölda handrita sem lagboðar við íslenska texta og er þá hægt að rekja notkun þeirra
enn lengra.
Ekki er vitað með vissu hverjir iðkuðu helst að syngja lögin úr Buchanan-saltar-
anum á íslandi. Fjórradda flutningur hefur þó væntanlega helst tíðkast innan veggja
latínuskólanna. fslenskir sveinar voru eldri en þýskir þegar þeir hófu nám í latínuskól-
unum og því fylgdi væntanlega skortur á sópranröddum. Ef til vill er þetta orsök þess
að nótur við efri raddimar tvær fylgja sjaldan með í íslenskum handritum. Eggert
Ólafsson var meðal síðustu fslendinga til að yrkja við lög Olthofs. Fjórtán kvæða hans
vísa á lagboða úr Buchanan-saltaranum og em flest úr flokki brúðkaupsljóða skáldsins.
Princeps stelliferis er langlífast laganna úr saltara Buchanans. Við það lag eru til
a.m.k. þrjár þýðingar frá 17. öld á páskahymna Prúdentíusar, Inventor rutili. Er ein