Gripla - 01.01.2003, Side 132
130
GRIPLA
2.
Rúmur helmingur lagfæringanna snýst um fyrstupersónuviðhengið -k, ýmist
eitt sér eða með eftirfarandi neitunarviðskeyti (-a, -at). í töflu 1 er yfirlit yfir
fyrstupersónuviðhengi, fyrstupersónufomafn og neitunarviðskeyti sem hafa
verið skafin brott:
Tafla 1. - Brottskafin persónuviðhengi, persónufomöfn
og neitunarviðskeyti í Codex Regius
Persónuviðhengi, -k .................................... 7
Persónufomafn, ek ...................................... 2
Persónuviðhengi með neitunarviðskeyti, -ka, -kat ....... 8
Neitunarviðskeyti án persónuviðhengis, -a............... 2
Neitunarviðskeyti ásamt hluta miðmyndarendingar, -ka 1
Alls................................................... 20
Sjö sinnum er persónuviðhengið -k eitt sér skafið brott, tvisvar persónu-
fomafnið ek, átta sinnum persónuviðhengi með neitun {-ka eða -kat), tvisvar
er um að ræða neitunina -a án persónuviðhengis, enda er sögnin í 3.p., og loks
er eitt dæmi um brottskafið -ka þar sem £-ið er hluti af miðmyndarendingunni
-sk- (sbr. Wimmer, Finnur Jónsson 1891 :lxix).
Þessar aðgerðir kynnu að benda til þess að á tíma leiðréttinganna hafi hin
fomu neitunarviðskeyti og fyrstupersónuviðhengið verið orðin mönnum
framandi. Uppskriftir á dróttkvæðum sýna að þekking manna á neitunarvið-
skeytum er farin að dvína þegar á síðari hluta 13. aldar og skrifarar Flat-
eyjarbókar, seint á 14. öld, misskilja þau oft (Katrín Axelsdóttir 2001:60-61,
66).
Það skipti kannski litlu máli að persónutáknunin væri fjarlægð því að per-
sónan var oftast einnig tilgreind með fomafni.2 En þegar neitunin er fjarlægð
snýst merkingin auðvitað við, en reyndar getur gagnstæð merking oft staðist
líka í kvæðunum.
2 í sjö tilvikum er persónuviðhengið -k eitt sér skafið brott. I sex tilvikanna er persónufomafnið
ek einnig til staðar og fær að halda sér. í sjöunda tilvikinu (Atlamál 91) talar Guðrún
Gjúkadóttir um sjálfa sig í 3.p. og því er ekki óeðlilegt að „munc“ hafi verið breytt í „mun“.
Þessar sjö lagfæringar hafa því ekki verið gerðar út í bláinn. Útgefendur eddukvæða hafa
meira að segja stundum farið að dæmi þess sem skóf, við Atlamál 91 (mun) (Edda I
1962:261, Dronke 1969:95, Eddukvæði 1976:459, Eddukvæði 1998:347), Guðrúnarkviðu I
19 (þótta) og Guðrúnarkviðu II 20 (gerða) (Eddukvæði 1976:365,400, Eddukvæði 1998:265,
297).