Gripla - 01.01.2003, Page 133
BROTTSKAFNIR STAFIR í KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
131
í fljótu bragði mætti ímynda sér að þeim sem skóf stafina brott hafi fyrst
og fremst verið í nöp við persónuviðhengin og neitunarviðskeytin hafi fengið
að fjúka í leiðinni, jafnvel óvart. Vissulega eru mörg dæmin þannig, ýmist
viðhengi eða viðhengi með neitun. En dæmin tvö um að -a sé skafið brott eitt
sér sýna að athyglin beindist líka að sjálfum neitunarviðskeytunum.
3.
Dæmin um brottskafin neitunarviðskeyti (-a og -at) eru ellefu og verða þau nú
athuguð nánar. Stuðst var við útgáfu Neckel og Kuhn, Edda 1 1962, en svigum
er bætt við hér um brottskafna stafi.3
(1) var(ca) ec heima,
þá er þér heitið var,
at sá einn er gigf er með goðom.’
(Alvíssmál 4)
Þór mælir hér til Alvíss sem er kominn að sækja konuefni sitt, dóttur Þórs.
Vandséð er að neituninni megi sleppa; Þór segist ekki hafa verið heima. En
síðasta línan er afbökuð og heildarmerking vísuhelmingsins er torskilin hvort
sem neitunin er höfð með eða ekki. Ef til vill var neitunarviðskeytið skafið
brott til að freista þess að fá einhvem botn í vísuna, þótt það hafi ekki tekist.
(2) sízt í hansca þumlungi
hnúcþir þú, einheri,
oc þóttis(ca) þú þá Þórr vera.’
(Lokasenna 60)
Hér ávarpar Loki Þór og rifjar upp þegar þrumuguðinn faldi sig í hanska.
Óneitanlega virðist fást betri merking með neitun, en þó er hugsanlegt að sá
sem leiðrétti hafi skilið síðustu línuna írónískt, jafnvel sem spumingu, og þess
vegna hafi hann skafið neitunina brott: ‘og þú þóttist þá vera Þór!’, ‘og þóttist
þú þá vera Þór?’
3 Staðimir í handritinu eru þessir (blaðsíða og lína): 38:13, 32:31, 82:38, 54:28,45:17, 54:32,
69:32, 86:15, 84:24,85:5,86:27.