Gripla - 01.01.2003, Side 137
BROTTSKAFNIR STAFIR í KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
135
Hér er neitunarviðskeytinu í raun ofaukið; nóg er að neita með orðinu vætr.4
í útgáfum er neitunarviðskeytinu stundum sleppt, sbr. Eddukvæði 1976 og
Eddukvæði 1998.
Hér hefur verið litið á ellefu staði. Til glöggvunar verður tekið saman það
sem sagt hefur verið: I einu dæmanna fékkst betri merking með neitun en
vísan var samt torskilin, (1), í tveimur dæmum fékkst betri merking með því
að hafa neitun, þótt hugsanlega hefði mátt sleppa henni, (2)-(3). I sex tilvikum
mátti neitunarviðskeytið missa sig, ýmist af því að neikvæð merking komst til
skila með öðrum hætti, (4) og (7), eða merkingin gat verið jákvæð, (5)-(8). Að
lokum eru þrjú dæmi, (9)—(11), þar sem merkingin er jafnvel betri ef
neitunarviðskeytinu er sleppt og í tveimur dæmanna hafa sumir útgefendur
meira að segja farið þá leið.
Niðurstaðan er þá sú að í aðeins þremur dæmum af ellefu væri eðlilegra að
hafa neitun og í engu af dæmunum ellefu er alveg nauðsynlegt að hafa neitun.
Þá má vissulega efast um að sá sem skóf hafi verið jafn illa að sér og talið
hefur verið. Ef til vill var hann vel kunnugur hinum fomu neitunum en fannst
kvæðin einfaldlega batna ef þeim var sleppt. I tvígang á hann þar samleið með
útgefendum eddukvæða.5 Þessu til stuðnings má benda á að oft lætur hann
neitunarviðskeyti óhreyfð í næsta nágrenni við viðskeyti sem hann skefur
brott.6
4.
Þá er að líta á aðrar leiðréttingar en þær sem snerta persónuviðhengi og
neitunarviðskeytin -a og -at, en þær eru af ýmsum toga:7
(12) ‘Hvat er þat recc(a),
er í ráðom telz
flióðs ins fagrglóa?
(Alvíssmál 5)
4 Það hafði í öndverðu jákvæða merkingu, sbr. nafnorðið vætlur, og neitunin fólst í neitunar-
orðinu ne. Þegar það hvarf fór vætr eitt sér að bera neitunarmerkinguna.
5 Svo var einnig um nokkra staði þar sem persónuviðhengi eitt sér hafði verið skafið brott, sjá
nmgr. 2
6 Þannig eru t.d. neitunarviðskeyti í 20., 21., 22. og 23. vísu Grípisspár en þau eru aðeins skafin
brott í 21. og 23. vísu.
7 Þær eru á eftirtöldum stöðum í handritinu: 38:14, 78:35, 34:24, 2:11, 3:16, 29:23, 84:16,
28:15,74:12.