Gripla - 01.01.2003, Page 142
140
GRIPLA
5.
Leiðréttingar sem hér hefur verið fjallað um eru ekki þær einu í Codex Regius.
Þar eru einnig nokkrar leiðréttingar af öðrum toga, aðallega nokkrar sem
fólust í því að strikað var fínlega yfir einstaka orð, og í eitt skiptið var rétt orð
skrifað á spássíuna. Wimmer og Finnur Jónsson (1891 :lxvii—lxviii) töldu með
traustum rökum að þessar lagfæringar hefðu verið gerðar á 14. öld og gerðar
af manni sem var vel að sér. Wimmer og Finnur Jónsson (1891 :lxxi) hölluðust
aftur á móti að því að sá sem skóf hefði sennilega verið að verki á 16. öld.
Þetta ályktuðu þeir af því að hann hefði verið illa að sér, og því líklega sami
maður og spillti handritinu með klessum og krabbi á 16. öld. Nú hafa verið
leiddar líkur að því að hann hafi alls ekki verið illa að sér. Ekkert mælir þess
vegna á móti því að skafnar leiðréttingar séu frá sama tíma og yfirstrikanimar,
jafnvel eftir sama mann. Sá sem skóf kann því að hafa verið 14. aldar maður.
I skólum miðalda lögðu menn stund á málfræði, en grammatica var ein
hinna sjö frjálsu lista, septem artes Iiberales. Þá lásu þeir foma texta. Alþekkt
er að í latínukennslu var kenndur munur á stuttum og löngum sérhijóðum.
Fyrsti málfræðingurinn hefur verið í skóla þar sem slíkt var kennt. Til minnis
var þess háttar efni stundum bundið í kveðskap, t.d. hjá Serlo af Wilton á 12.
öld (Serlon de Wilton 1965). Áþekkt íslenskt efni eru þrjár dróttkvæðar vísur
í Fjórðu málfræðiritgerðinni. Þær eru ortar að því er virðist til þess að sýna
muninn á æ og œ (Jón Helgason 1970:208, Haraldur Bemharðsson 2002:183-
184).
Þá er að líta á Guðmundar kvæði biskups, 2. vísu, en kvæðið er talið ort
1345 (Skjaldedigtning B 11:372):
(21) Rædda ek lítt við reglur Eddu
ráðin mín, ok kvað ek sem bráðast
vísur þær, er vil ek ei hrósa,
verkinn erat sjá mjúkr í kverkum;
stirða hefir ek ár til orða,
ekki má af slíku þekkjaz,
amar leir hefig yðr at færa,
emka ek fróðr hjá skáldum góðum.
Þama eru fjórar mismunandi neitanir, ei, ekki og viðskeytin -at og -a. Allar
hafa sömu merkingu og það er engu líkara en fjölbreytnin sé notuð sem
stílbragð. Vísan er einstæð að þessu leyti í gjörvöllum fomum kveðskap (Kat-