Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 143
BROTTSKAFNIR STAFIR f KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
141
rín Axelsdóttir 2001:3—4). Skáldið ræðir hér einnig um „reglur Eddu“. Vísan
sýnir kunnáttu í skáldskaparfræðum. En hér skiptir mestu máli að hún er
nánast samheitavísa eða kennsluvísa um neitunarorð sem höfundurinn hefur
greinilega sérstakan áhuga á. Dæmi um neitunarviðskeytin -a, -at og -t eru
annars sárafá í dróttkvæðum frá 14. öld, eða aðeins sjö fyrir utan dæmin tvö í
þessari vísu. Eitt þeirra dæma, þorði-t, er einnig í Guðmundar kvæði biskups,
62. vísu (Skjaldedigtning B II 1915:388).
Giskað hefur verið á að Codex Regius hafi verið skrifað á Þingeyrum
(Neckel 1915:68-69,72, Lindblad 1954:254, 291, Stefán Karlsson 2000:243-
244). Færa má rök fyrir því að handritið hafi verið á Þingeyrum fram yfir
siðaskipti.11
Höfundur Guðmundar kvæðis biskups var Amgrímur Brandsson, ábóti á
Þingeyrum 1350-1357 og 1358-1361. Hér kemur því þrennt saman: Á Þing-
eyrum var ábóti sem var áhugasamur og vel að sér um neitanir. Nokkur neit-
unarviðskeyti í Codex Regius voru skafin brott af kunnáttumanni, kannski á
14. öld. Codex Regius virðist hafa verið á Þingeyrum þegar Amgrímur
Brandsson var þar ábóti. Hér má svo e.t.v. bæta einu atriði við. Ekki er víst að
hver sem er hafi mátt ganga í bækur klausturs og skafa. En það hefur ábóta
leyfst.
11 Á spássíu í Codex Regius stendur Magnús Eiríksson. Louis-Jensen og Stefán Karlsson
(1970:80-82) hafa bent á að þessi maður sé Magnús Eiríksson, lögréttumaður í Njarðvík. Þau
rekja einnig ætt Guðrúnar Jónsdóttur, konu hans til Henriks Gerkens, klausturhaldara á
Þingeyrum, en leggja ekki frekari áherslu á það. I framhaldi af því má giska á hvaðan hand-
ritið er komið (ábending frá Helga Guðmundssyni). Henrik Gerkens, þýskur bartskeri, var
klausturhaldari á Þingeyrum 1569-1577. Kona hans var hefðarkona, Jarþrúður Bjamadóttir.
Á Þingeymm hafa þau hirt Codex Regius, vísast hún. Samkvæmt Jónsbók erfðu synir
almennt jarðeignir en dætur lausafé. Dóttir þeirra var Þórdís Henriksdóttir í Reykjavík. Dóttir
hennar var Guðrún Jónsdóttir. Maður Guðrúnar var Magnús Eiríksson, lögréttumaður í
Njarðvík. Þormóður Torfason, sonarsonur Þórdísar, og Ámi Magnússon, alfróður um íslensk
skjöl, geta hvergi um fyrri eigendur Codex Regius. Þormóður nefndi þó við Áma að faðir
sinn hefði kunnað vísu sem reyndist standa í handritinu. Þögnin um eigendur er ekki óeðlileg.
Þormóður Torfason og Ámi Magnússon þekktu handritið og hafa auðvitað gert sér fulla grein
fyrir því hver Magnús Eiríksson var, kona hans og öll sú ætt. Þetta hefur verið svo augljóst að
ekki tók því að nefna það eða skrifa það niður. Uppmni handritsins stóð skráður í handritinu
sjálfu og var ljós þeim sem hirtu um slíkt meðan menn vissu hver Magnús Eiríksson var.
Síðan féll sú vitneskja í gleymsku. Samkvæmt þessari ágiskun hefur eigendasagan verið:
Þingeyraklaustur um 1570, Jarþrúður Bjamadóttir í Svignaskarði, Þórdís Henriksdóttir í
Reykjavík, Guðrún Jónsdóttir ( Njarðvík. Handritið hefur þannig smám saman færst nær
Skálholti, þar sem Brynjólfur biskup Sveinsson merkti sér það 1643.