Gripla - 01.01.2003, Side 144
142
GRIPLA
Auðvitað er ekki hægt að sanna að Amgrímur ábóti hafi verið sá sem skóf.
En þeir sem leggja stund á neitanafræði hafa sennilega aldrei verið margir.
Eitt smáatriði er vert að nefna. í (8) hér að framan var bent á að hugs-
anlega hefði sá sem skóf lagt annan skilning í orðið leikinn en þann sem
algengastur er. Hann hafi skilið leikinn sem lýsingarorð sem merkti ‘glaður,
kátur’. Guðmundar kvæði biskups, 62. vísa, hefst svo (Skjaldedigtning B II
1915:388):
(22) Svelgdiz ormr með vatni vprmu,
varð hann innan brjósts, leiknum svanna;
síðan fekk hon sótt með æði,
sútum grét þat móðir þrútin;
Þama er lýsingarorðið leikinn talið merkja ‘letsindig’. Orðið er notuð í
svipaðri merkingu í Guðmundar sögu Arasonar, einnig eftir Amgrím ábóta:
„... var maðr á léttasta aldri, glaðværr ok leikinn, ok því kallar hann út pilta
sína at efla einshverja gleði, áðr tími sé til borðs.“ (Byskupa sögur III
1948:211). Bæði í Guðmundar kvæði og Guðmundar sögu kemur orðið
leikinn fyrir í áþekkri merkingu og stungið var upp á við dæmið í (8). Sá sem
skóf brott orð og stafi í Codex Regius virðist hafa skilið þetta orð eins og
Amgrímur ábóti.
HEIMILDIR
A Book of Miracles. Ms No 645 4to of the Ama-Magnæan Collection in the University
Library of Copenhagen. With an Introduction by Anne Holtsmark. Corpus codi-
cum Islandicomm medii aevi VII. Copenhagen, 1938.
Byskupa sögur III. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík, 1948.
Dronke, Ursula (ed.). 1969. The Poetic Edda. Volume I. Heroic Poems. Oxford.
Edda. Die Lieder des Codex Regius I. Text. Herausgegeben von Gustav Neckel. Dritte,
umgearbeitete Auflage von Hans Kuhn. Heidelberg, 1962.
Eddukvæöi. Ólafur Briem annaðist útgáfuna. Reykjavík, 1976.
Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykjavík, 1998.
Finnur Jónsson. 1912-1915. Den norsk-islandske skjaldedigtning A-B, I—II. Kpben-
havn, Kristiania.
Flateyjarbók I—III. Christiania, 1860-1868.
GKS 2365 4to.
Haraldur Bemharðsson. 2002. Skrifandi bændur og íslensk málsaga. Vangaveltur um
málþróun og málheimildir. Gripla 13:175-197.
Hauksbók. Udg. Finnur Jónsson og Eiríkur Jónsson. Kpbenhavn, 1892-1896.