Gripla - 01.01.2003, Page 148
146
GRIPLA
Þetta er dómsbréf 12 manna, þeirra Guðmundar Stefánssonar, Gunnlaugs
Þorkelssonar, Helga Þorvaldssonar, Höskulds Ámasonar, Höskulds Einars-
sonar, Magnúss Magnússonar, Sigurðar Daðasonar, Snjólfs Brandssonar,
Þorláks Þorkelssonar, Þorláks Þorsteinssonar, Þorsteins Þorleifssonar og
Þórðar Auðunarsonar, gefið út á Þingvelli. Vitna þeir um að Finnbogi Jónsson
lögmaður hafi nefnt þá í dóm þennan dag, föstudaginn næsta eftir Pétursmessu
og Páls (29. júní) 1485, á Öxarárþingi til að rannsaka málavöxtu er Jón
Þórðarson var drepinn á Möðmvöllum í Hörgárdal. Finnbogi (1430/35-1514)
var lögmaður norðan og vestan 1484-1508 og bjó í Ási í Kelduhverfi frá 1467
og æ síðan (Páll Eggert Ólason 1949:7-8; Amór Sigurjónsson 1967:98 ff.).
Finnbogi kemur fyrst við sögu í fombréfum um 1460 (DI 5:410).
í bréfinu segir að Ambjöm Ámason hafi drepið nefndan Jón Þórðarson. Er
sennilegt að Ambjöm sé sá hinn sami og staðfestir bréf frá 1495 um skipti á
jörðum í Skagafirði og Eyjafirði, og aftur bréf frá 1499 um arf (DI 7 nr. 294
og 451). f bréfi frá 1478 (DI6 nr. 135) gerirÁrni nokkur Ambjamarson grein
fyrir landamerkjum milli Sveigistaða (Sveðjustaða) og Svertingsstaða í
Miðfirði, og kann hann að vera faðir Ambjamar. Annað verður ekki sagt um
ólánsmanninn sem í hel sló Jón Þórðarson. Um hinn síðamefnda er ekkert
vitað. — Á einum stað í bréfinu (1. 5-7) virðist vera farið rangt með þegar sagt
er að Jón Þórðarson hafi heyrt á tal Ólafs biskups Rögnvaldssonar og
Arnbjamar Ámasonar þegar sá síðamefndi viðurkenndi að hafa drepið Jón
Þórðarson á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Bréfið er 14 línur. Letrið er vel læsilegt og skýrt. Fyrir bréfinu hafa verið
12 eða 13 innsigli og eru 5 enn varðveitt, áfest við bréfið. Allir innsiglis-
þvengir eru enn á sínum stað.
Bókstafurinn i hefur brodd eða lykkju til aðgreiningar þegar hann fer á
undan eða eftir n, m og u (og stundum t) en er annars depillaus (hér er prentað
‘f og ‘i’); j er án depils og er notað í upphafi orða og fyrir forsetninguna í.
Greint er á milli rittáknanna ‘v’ og ‘u’ í bréfinu og er ‘v’ notað í upphafi
orða og fyrir rómverska 5 en ‘u’ inni í orðum og í lok orða, einnig í upphafí
síðari liðar samsettra orða (þomalldz 1. 2; modmuollum 1. 5 og 7; þínguelle 1.
14).
/i/ í áherslulausu atkvæði er ýmist skrifað ‘i’/‘í’ (t.d. heítíns 1. 6; heyrdi 1.
6) eða ‘e’ (sjaldnar, t.d. manne 1. 4; þínguelle 1. 14). Sama styttingarband er
notað fyrir /er/ í áhersluatkvæði (t.d. verk 1. 8) og /ir/ í áherslulausu atkvæði
(t.d. epter 1. 3; nefnder 1. 4; fader 1. 5). Þrisvar er skrifað ‘e’’ = er(þa erl. 3; er
sagdí/;- er 1. 6), þ. e. notað er sama band og t.d. í epter 1. 3.