Gripla - 01.01.2003, Qupperneq 154
152
GRIPLA
virðast.10 Þar sem fremur ósennilegt er að skrifari mislesi eigin skrift mælir
þetta e.t.v. heldur gegn því að Fasc. XLII sé eftirrit 1036a. Nokkur dæmi eru
um að Fasc. XLII hafi eitt eða fleiri orð umfram 1036a, en þau eru ekki mörg.
Bréfið er dómsúrskurður Jóns Sigmundssonar lögmanns norðan og vestan
(d. 1520), gefinn út að Hvammi í Hvammssveit, Dalasýslu, mánudaginn næsta
eftir allraheilagramessu (7. nóvember) 1514 og staðfestur af lénsmönnum
kóngs, þeim Amóri Finnssyni sýslumanni í Ljárskógum og Jóni Jónssyni, lög-
réttumönnunum Guðmundi Finnssyni, Tumasi Oddssyni á Hvoli í Saurbæ og
Þórólfi Ögmundssyni í Laugardal í Tálknafirði, svo og Áma Jónssyni, Bárði
Pálssyni, Hallvarði Þorsteinssyni, Jóni Eiríkssyni, Jóni Sveinssyni, Sveini
Sigurðssyni og Þórði Vermundssyni, ásamt öllum öðmm almúga þar saman
komnum. Bréfið er skrifað degi síðar en dómur er upp kveðinn (8. nóvember).
Urskurðurinn er gefinn út að kröfu Bjöms sýslumanns í Ögri Guðnasonar
(d. 1518) og fjallar um meðferð eigna sem systkinin Þorleifur Björnsson hirð-
stjóri (d. 1486/87), Einar Bjömsson (d. 1494) og Solveig Bjömsdóttir (d.
1495) höfðu látið eftir sig. Guðni (d. 1507), faðir Bjöms sýslumanns, var
bróðir Páls Jónssonar (d. 1496), manns Solveigar; hún hafði upphaflega tekið
við arfi eftir Þorleif bróður sinn en við dauða hennar sölsaði Guðni mágur
hennar undir sig eignimar. Jón Sigmundsson lögmaður var sonur Solveigar
Þorleifsdóttur, systur Bjöms ríka, föður áðumefndra systkina Þorleifs, Einars
og Solveigar, og þau eru því systkinabörn; Jón var fylgismaður Bjöms
Guðnasonar sýslumanns.
Hér er m.a. greint frá því að lögð hafi verið fram bréf um að Bjöm
Þorleifsson yngri á Reykjahólum (d. kringum 1550) sé óskilgetinn, en Bjöm
var sonur Þorleifs hirðstjóra og Ingveldar Helgadóttur en fæddur utan hjóna-
bands því að þau Þorleifur og Ingveldur voru of skyld til að mega eigast (þau
fengu seint og um síðir undanþágu páfa og konungs og giftust 1480). Bjöm
Þorleifsson og nafni hans Guðnason börðust lengi um vörslurétt áðurgreindra
eigna. Greint er frá bréfum konungs um að eignir Einars Bjömssonar skuli
falla til Bjöms Guðnasonar, auk bréfs um að Einar Ólafsson, dóttursonur
Solveigar Bjömsdóttur, sé getinn í útlegð og því ekki arfgengur, en honum
höfðu áður verið dæmdar þessar eignir 1497 (sjá Arnór Sigurjónsson
1975:302 o.áfr., sbr. bls. 448). Einar var sonur Ólafs Filippussonar en hann var
viðstaddur dráp Ásgríms Sigmundssonar (bróður Jóns Sigmundssonar lög-
manns sem kveður upp þann dómsúrskurð sem bréfið fjallar um) í átökum
10 í báðum bréfum er „Um“ skrifað á nákvæmlega sama hátt.